Krefjast eignarnáms á landsréttindum á Reykjanesi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2013 15:22 Áformin voru kynnt á blaðamannafundi í dag. Mynd/ GVA Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnets segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnet segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Suðurnesjalína 2 Hafnarfjörður Grindavík Orkumál Vogar Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnets segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnet segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða.
Suðurnesjalína 2 Hafnarfjörður Grindavík Orkumál Vogar Reykjanesbær Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira