Handbolti

Berlínarrefirnir unnu án Dags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Dagur Sigurðsson gat ekki stýrt sínum mönnum í Füchse Berlin er liðið hafði betur gegn Pick Szeged, 29-24, í Meistaradeild Evrópu í dag.

Dagur er með slæma hálsbólgu og þarf því að vera rúmliggjandi. Füchse Berlin leikur gegn Kiel í þýsku úrvalsdeildinni á þriðjudag og óvíst hvort að Dagur nái leiknum, sem fer fram í Kiel.

Füchse Berlin var öruggt með annað sætið í D-riðli og átti ekki möguleika á að ná toppliði Barcelona að stigum. Liðið endaði því með sextán stig í riðlinum.

Danska liðið Bjerringbro/Silkeborg steinlá fyrir Metalurg í Makedóníu í C-riðli, 32-18, fyrr í dag. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir danska liðið sem skoraði aðeins fjögur mörk í síðari hálfleik.

Leikurinn skipti þó engu máli fyrir Danina sem voru öruggir með fjórða sætið og þar með farseðilinn í 16-liða úrslitin. Metalurg tryggði sér annað sæti riðilsins með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×