Morðingi Bulger „enn hættulegur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2013 11:57 Denise Fergus Nordicphotos/Getty Móðir James Bulger telur þá sem fremja alvarlega glæpi þurfa þyngri refsingar. Tuttugu ár eru liðin frá því tveggja ára sonur hennar var myrtur í Liverpool á Englandi. James Bulger var numinn á brott frá Strand-verslunarmiðstöðinni í hverfinu Bootle í Liverpool þann 12. febrúar 1993. Öryggismyndavélar sýndu tvo tíu ára drengi, Jon Venables og Robert Thompson, leiða Bulger í burtu. Þeir fóru með hann að lestarteinum þar sem þeir pyntuðu hann áður en þeir skildu lík hans eftir. Lest keyrði svo yfir líkið. Venables og Thompson voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð en var sleppt tæpum átta árum síðar og gefin ný nöfn. Denise Fergus, móðir Bulger, segir í viðtali við Sky News að gera þurfi breytingar á lagakerfinu svo morðingjar fái harðari refsingu. „Það þarf að koma þeim í skilning um að það sem þeir gerðu er rangt. Ef þeir fá nógu harða refsingu þá hugsa þeir sig kannski tvisvar um áður en þeir brjóta aftur af sér," segir Fergus í viðtali við Sky News. Jon VenablesNordicphotos/Getty „Það sem ég meina er að það þarf að hætta með þessa heimskulegu dóma eins og fimm eða tíu ár. Ef þeir fá tíu ára dóm á ekki að stytta þá um fimm ár vegna góðrar hegðunar." Venables var dæmdur í fangelsi á ný árið 2010 fyrir niðurhal og dreyfingu barnakláms. Lengi vel var ekki gefið upp hvers vegna Venables hafði verið handtekinn. Ástæðan kom þó í ljós þegar mál hans var tekið fyrir af dómstólum. Fergus mun á næstunni koma fyrir skilorðsnefnd Bulger. Það verður í fyrsta skipti sem hún sækir fund nefndarinnar í eigin persónu. Í viðtalinu við Sky News segist hún hafa áhyggjur af því að morðið á syni hennar hafi tengst kynhvötum morðingjanna. Hún telur þá hlið málsins aldrei hafa verið rannsakaða nægilega vel. „Ég hvet þá til þess að sleppa honum ekki þar sem ég tel að hann sé enn hættulegur. Hann er tifandi tímasprengja og hefur alltaf verið," segir Fergus. Robert ThompsonNordicphotos/Getty „Eftirlitsmaður átti að fylgjast með honum. En að hann hafi komið upp þessu safni ljósmynda á fartölvu sinni er ótrúlegt og sýnir að hann var ekki undir neinu eftirliti." „Ég er ekki að segja að það eigi að læsa hann inni fyrir lífstíð. En þar til hann fer að hugsa skýrt þarf hann að sitja inni. En ég veit ekki hvort hann muni nokkurn tímann hugsa nægilega skýrt," segir Fergus. Hún vill ekki að Venables fái nýtt auðkenni næst þegar hann verður látinn laus. Hún segir alla munu fylgjast vel með því þegar Venables verði látinn laus á ný. Því sé sú hætta fyrir hendi að fólk muni verða tortryggið í garð nýs nágranna sem eigi ekkert skylt við málið. Komið hefur fram að breskur maður þurfti að sæta tilefnislausum ásökunum um morðið á Bulger í tæp fimm ár. Það var ekki fyrr en Venables var handtekinn á ný árið 2010 sem ásökununum linnti. Þá var hann fluttur úr hverfinu. Tæpur mánuður var í þriggja ára afmæli James Bulger þegar hann var myrtur.Nordicphotos/Getty Bretland Morðið á James Bulger Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Móðir James Bulger telur þá sem fremja alvarlega glæpi þurfa þyngri refsingar. Tuttugu ár eru liðin frá því tveggja ára sonur hennar var myrtur í Liverpool á Englandi. James Bulger var numinn á brott frá Strand-verslunarmiðstöðinni í hverfinu Bootle í Liverpool þann 12. febrúar 1993. Öryggismyndavélar sýndu tvo tíu ára drengi, Jon Venables og Robert Thompson, leiða Bulger í burtu. Þeir fóru með hann að lestarteinum þar sem þeir pyntuðu hann áður en þeir skildu lík hans eftir. Lest keyrði svo yfir líkið. Venables og Thompson voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð en var sleppt tæpum átta árum síðar og gefin ný nöfn. Denise Fergus, móðir Bulger, segir í viðtali við Sky News að gera þurfi breytingar á lagakerfinu svo morðingjar fái harðari refsingu. „Það þarf að koma þeim í skilning um að það sem þeir gerðu er rangt. Ef þeir fá nógu harða refsingu þá hugsa þeir sig kannski tvisvar um áður en þeir brjóta aftur af sér," segir Fergus í viðtali við Sky News. Jon VenablesNordicphotos/Getty „Það sem ég meina er að það þarf að hætta með þessa heimskulegu dóma eins og fimm eða tíu ár. Ef þeir fá tíu ára dóm á ekki að stytta þá um fimm ár vegna góðrar hegðunar." Venables var dæmdur í fangelsi á ný árið 2010 fyrir niðurhal og dreyfingu barnakláms. Lengi vel var ekki gefið upp hvers vegna Venables hafði verið handtekinn. Ástæðan kom þó í ljós þegar mál hans var tekið fyrir af dómstólum. Fergus mun á næstunni koma fyrir skilorðsnefnd Bulger. Það verður í fyrsta skipti sem hún sækir fund nefndarinnar í eigin persónu. Í viðtalinu við Sky News segist hún hafa áhyggjur af því að morðið á syni hennar hafi tengst kynhvötum morðingjanna. Hún telur þá hlið málsins aldrei hafa verið rannsakaða nægilega vel. „Ég hvet þá til þess að sleppa honum ekki þar sem ég tel að hann sé enn hættulegur. Hann er tifandi tímasprengja og hefur alltaf verið," segir Fergus. Robert ThompsonNordicphotos/Getty „Eftirlitsmaður átti að fylgjast með honum. En að hann hafi komið upp þessu safni ljósmynda á fartölvu sinni er ótrúlegt og sýnir að hann var ekki undir neinu eftirliti." „Ég er ekki að segja að það eigi að læsa hann inni fyrir lífstíð. En þar til hann fer að hugsa skýrt þarf hann að sitja inni. En ég veit ekki hvort hann muni nokkurn tímann hugsa nægilega skýrt," segir Fergus. Hún vill ekki að Venables fái nýtt auðkenni næst þegar hann verður látinn laus. Hún segir alla munu fylgjast vel með því þegar Venables verði látinn laus á ný. Því sé sú hætta fyrir hendi að fólk muni verða tortryggið í garð nýs nágranna sem eigi ekkert skylt við málið. Komið hefur fram að breskur maður þurfti að sæta tilefnislausum ásökunum um morðið á Bulger í tæp fimm ár. Það var ekki fyrr en Venables var handtekinn á ný árið 2010 sem ásökununum linnti. Þá var hann fluttur úr hverfinu. Tæpur mánuður var í þriggja ára afmæli James Bulger þegar hann var myrtur.Nordicphotos/Getty
Bretland Morðið á James Bulger Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent