Peterson leikmaður ársins í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 10:00 Adrian Peterson. Myndir / AP Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts NFL Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Leik lokið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti