Körfubolti

Lakers ætlar ekki að losa sig við Howard

Það gustar um körfuboltaliðið LA Lakers þessa dagana enda hefur gengi liðsins í vetur valdið gríðarlegum vonbrigðum. Liðið ætlaði sér stóra hluti með nýjum mönnum.

Dwight Howard er á meðal nýrra leikmanna og hann hefur ekki staðið undir væntingum og er þegar farið að orða hann við för frá félaginu. Það er þó ekki í kortunum.

"Við munum ekki skipta Dwight Howard. Það er ekki í myndinni. Ég held að allar breytingar á þessum tímapunkti muni gera okkur erfitt fyrir. Hæfileikarnir eru til staðar, það þarf bara að skila sér á vellinum," sagði Mitch Kupchak, framkvæmdastjóri Lakers, en einnig hefur verið slúðrað um framtíð þjálfarans, Mike D'Antoni.

"Við erum mjög ánægðir með D'Antoni. Það hefur tekið hann tíma að fá liðið klárt vegna meiðsla. Þetta hefur ekki alveg gengið upp en við erum sáttir við þjálfarann."

Lakers er búið að vinna 22 leiki í vetur en tapa 26. Liðið situr í 10. sæti Vesturdeildar en aðeins átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×