Handbolti

Selfoss og FH áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Tveir leikir fóru fram í Símabikar kvenna í handbolta í kvöld. Selfoss komst áfram í fjórðungsúrslit keppninnar með sigri á Fjölni í Grafarvoginum, 29-20.

Leikmenn Fjölnis héldu í við Selfyssinga lengi vel en í síðari hálfleik tóku gestirnir afgerandi forystu.

Þá vann FH nokkuð þægilegan sigur á Fylki í Árbænum.

HK og Grótta komust áfram í gær en síðasti leikur 16-liða úrslita fer fram á föstudagskvöldið, þá mætast ÍBV og Afturelding.

Fram, Valur og ÍBV 2 sátu hjá í 16-liða úrslitunum en dregið verður í fjórðungsúrslit á morgun.

Fjölnir - Selfoss 20-29 (11-13)

Mörk Fjölnis: Stefanía Ósk Sigurjónsdóttir 9, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 3, Eva Dís Sigrúnardóttir 2, Arna Fjóla Pálmarsdóttir 2, Bríet Ósk Magnúsdóttir 2, Kolbrún Ósk Pétursdóttir 1.

Mörk Selfoss: Hildur Einarsdóttir 7, Kristrún Steinþórsdóttir 5, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Thelma Kristjánsdóttir 3, Carmen Palamariu 3, Hrafnhildur Þrastardóttir 2, Tinna Traustadóttir 2, Kara Árnadóttir 1, Sigrún Brynjarsdóttir 1, Auður Óskarsdóttir 1.

Fylkir - FH 17-28 (8-12)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×