Aníta ekki með eina Íslandsmetið í dag - Kolbeinn setti líka met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 22:50 Aníta Hinriksdóttir með Hrönn Guðmundsdóttur og Mörthu Ernstsdóttur. Mynd/ÓskarÓ Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í dag en áður hefur verið greint frá því að ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sló 32 ára met Ragnheiðar Ólafsdóttur úr FH í 1500 metra hlaupi um tæpar tvær sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga. Gríðarleg barátta var í 400 metra hlaupi karla sem endaði með því að Kolbeinn H. Gunnarsson UFA sigraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti 48,03 sekúndum en Ívar Jasonarson IR varð annar á 48,06 sekúndum sem er þriðji besti tími Íslendings í 400 metra hlaupi innanhúss. Lágmarkið á EM innanhúss er 48 sekúndur sléttar þannig að strákarnir voru báðir alveg við þröskuldinn. Aníta hljóp 1500 metrana á 4:19,57 mínútum og var mjög nálægt því að ná lágmarkinu á EM innanhúss í Gautaborg í mars sem er 4:19.00 mínútur. Aníta er þegar búin að ná lágmarki í 800 metra hlaupi. Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í 1500 metra hlaupi í dag eftir harða keppni við færeyskan hlaupara en Arnar Pétursson úr ÍR kom fast á hæla þeim í 3. Sætinu. Hlynur hljóp á 4:05.84 mínútum en Arnar kom í mark á 4:10,06 mínútum en þetta er bæting hjá þeim báðum. Bjarki Gíslason úr UFA sigraði í stangarstökki karla og Mark W. Johson varð annar með 4,80 metra stökk. Börkur Smári Kristinsson snéri aftur til keppni eftir um eins árs fjarveru og stökk hann 4.30 metra og varð í 4. sæti. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði með yfirburðum í 400m hlaupi kvenna á 56,04 sekúndum en hún náði fínum árangri í 200 metra hlaupi og langstökki í gær. „Þar með lauk 17. Stórmóti ÍR og má með sanni segja að vel hafi tekist til við undirbúning og framkvæmd, það er heldur ekki á hverjum degi sem eins góður árangur næst og eins góð stemmning er í salnum. Stuðningur áhorfenda við afreksfólkið var frábær og átti hann eflaust sinn þátt í góðum afrekum" segir í frétt á ÍR-síðunni og það er hægt að taka undir þessi orð. Frjálsar íþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Kolbeinn H. Gunnarsson úr UFA setti nýtt Íslandsmet í 400 metra hlaupi karla á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöllinni í dag en áður hefur verið greint frá því að ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir sló 32 ára met Ragnheiðar Ólafsdóttur úr FH í 1500 metra hlaupi um tæpar tvær sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍR-inga. Gríðarleg barátta var í 400 metra hlaupi karla sem endaði með því að Kolbeinn H. Gunnarsson UFA sigraði á nýju glæsilegu Íslandsmeti 48,03 sekúndum en Ívar Jasonarson IR varð annar á 48,06 sekúndum sem er þriðji besti tími Íslendings í 400 metra hlaupi innanhúss. Lágmarkið á EM innanhúss er 48 sekúndur sléttar þannig að strákarnir voru báðir alveg við þröskuldinn. Aníta hljóp 1500 metrana á 4:19,57 mínútum og var mjög nálægt því að ná lágmarkinu á EM innanhúss í Gautaborg í mars sem er 4:19.00 mínútur. Aníta er þegar búin að ná lágmarki í 800 metra hlaupi. Hlynur Andrésson úr ÍR sigraði í 1500 metra hlaupi í dag eftir harða keppni við færeyskan hlaupara en Arnar Pétursson úr ÍR kom fast á hæla þeim í 3. Sætinu. Hlynur hljóp á 4:05.84 mínútum en Arnar kom í mark á 4:10,06 mínútum en þetta er bæting hjá þeim báðum. Bjarki Gíslason úr UFA sigraði í stangarstökki karla og Mark W. Johson varð annar með 4,80 metra stökk. Börkur Smári Kristinsson snéri aftur til keppni eftir um eins árs fjarveru og stökk hann 4.30 metra og varð í 4. sæti. Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði með yfirburðum í 400m hlaupi kvenna á 56,04 sekúndum en hún náði fínum árangri í 200 metra hlaupi og langstökki í gær. „Þar með lauk 17. Stórmóti ÍR og má með sanni segja að vel hafi tekist til við undirbúning og framkvæmd, það er heldur ekki á hverjum degi sem eins góður árangur næst og eins góð stemmning er í salnum. Stuðningur áhorfenda við afreksfólkið var frábær og átti hann eflaust sinn þátt í góðum afrekum" segir í frétt á ÍR-síðunni og það er hægt að taka undir þessi orð.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira