Óþarft að hafa áhrif á Räikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 14. janúar 2013 22:00 Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári. „Maður breytir ekki Kimi Raikkönen, maður bara gerir það ekki," sagði Stewart þegar hann sat fyrir svörum á sviðinu. „Ég ræði ekki oft við hann því ég veit að ef hann vill spjalla við mig þá kemur hann og spjallar." „Ef ég myndi fara og segja honum til myndi hann einfaldlega spurja mig hvað ég væri að tala um. „Af hverju ertu að bögga mig?" – yrðu viðbrögðin," sagði Stewart ennfremur. „Hann er sérstakur karakter og einstakur í sögu Formúlu 1." Stewart telur endurkomu Raikkönen hafa verið betri en endurkomu Schumachers, enda hafi Finninn verið í baráttunni í hverjum kappakstri og það hafi skilað árangri. Stewart talaði um Raikkönen í kjölfar þess að Lotus-liðið stærir sig af því hvernig þeir hafa höndlað erfið ökumannamál sín. Jackie Stewart er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 en hann keppti í 99 mótum á árunum 1965-1973. Hann hætti eftir að liðsfélagi hans fórst á æfingum fyrir 100. kappaksturinn og hefur alltaf verið ötull talsmaður aukins öryggis í kappakstri. Stewart stýrði svo sínu eigin keppnisliði ásamt syni sínum Paul árin 1997-1999 og unnu þeir einn kappakstur, á Nurburgring árið 1999. Í myndbandinu hér að ofan spjallar hann um Formúlu 1 í dag og ber mótaröðina við það hvernig hún var í hans keppnistíð, um Lewis Hamilton og uppáhaldsbílana sem hann ók eða smíðaði. Í myndbandinu hér að neðan má heyra Martin Brundle taka í sama streng og Stewart. "Mér fannst Raikkönen sérstaklega frábær í fyrra," sagði Brundle. Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári. „Maður breytir ekki Kimi Raikkönen, maður bara gerir það ekki," sagði Stewart þegar hann sat fyrir svörum á sviðinu. „Ég ræði ekki oft við hann því ég veit að ef hann vill spjalla við mig þá kemur hann og spjallar." „Ef ég myndi fara og segja honum til myndi hann einfaldlega spurja mig hvað ég væri að tala um. „Af hverju ertu að bögga mig?" – yrðu viðbrögðin," sagði Stewart ennfremur. „Hann er sérstakur karakter og einstakur í sögu Formúlu 1." Stewart telur endurkomu Raikkönen hafa verið betri en endurkomu Schumachers, enda hafi Finninn verið í baráttunni í hverjum kappakstri og það hafi skilað árangri. Stewart talaði um Raikkönen í kjölfar þess að Lotus-liðið stærir sig af því hvernig þeir hafa höndlað erfið ökumannamál sín. Jackie Stewart er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 en hann keppti í 99 mótum á árunum 1965-1973. Hann hætti eftir að liðsfélagi hans fórst á æfingum fyrir 100. kappaksturinn og hefur alltaf verið ötull talsmaður aukins öryggis í kappakstri. Stewart stýrði svo sínu eigin keppnisliði ásamt syni sínum Paul árin 1997-1999 og unnu þeir einn kappakstur, á Nurburgring árið 1999. Í myndbandinu hér að ofan spjallar hann um Formúlu 1 í dag og ber mótaröðina við það hvernig hún var í hans keppnistíð, um Lewis Hamilton og uppáhaldsbílana sem hann ók eða smíðaði. Í myndbandinu hér að neðan má heyra Martin Brundle taka í sama streng og Stewart. "Mér fannst Raikkönen sérstaklega frábær í fyrra," sagði Brundle.
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira