Bankarnir björguðu of mörgum fyrirtækjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2013 22:42 Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni. Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að eftir hrunið hafi bankarnir haldið of mörgum fyrirtækjum í rekstri sem ekki voru lífvænleg og hefðu frekar átt að fara í gjaldþrot. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitð er nú að rannsaka eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði. Mjög mörg fyrirtæki runnu í faðm bankanna vegna erfðrar skuldastöðu eftir hrunið. Í mörgum tilvikum héldu bankarnir lengi á fyrirtækjunum eftir að skuldir höfðu verið afskrifaðar og eigendur fyrirtækja sem voru í samkeppni við þessi félög kvörtuðu sáran undan því að leikurinn væri ójafn. Hér má rifja upp Pennan, en Arion banki átti það fyrirtæki í næstum tvö ár áður en það var selt. Þá má nefna Heklu og dæmin eru fleiri. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir á að hyggja hafi bankarnir rekið of mörg fyrirtæki sem hefðu átt að fara í gjaldþrot, en Páll Gunnar er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Auðvitað er erfitt að meta þetta í mörgum tilvikum. Ég hugsa eftir á að hyggja að bankarnir hafi bjargað fullmörgum fyrirtækjum. Það hefði verið betra að horfast í augu við vandann fyrr og láta fleiri fyrirtæki fara í þrot," segir Páll. Eitt af því sem Samkeppniseftirlitið rannsakar nú eru samkeppnisbrot á bruggmarkaði, en smærri bjórframleiðendur kvörtuðu yfir meintum samkeppnisbrotum Ölgerðarinnar og Vífilfells. M.a vegna einkakaupsamninga sem fela í sér að það er verið að binda viðskiptavini, þ.e veitingahús, til langs tíma, sem skapar aðgangshindranir fyrir smærri keppinauta. „Einkakaupasamningar af þessu tagi geta bæði falið í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu en geta líka verið brot á banni við samráði. Ýmsir starfshættir á þessum markaði gefa manni grunsemdir um að það sé rétt sem litlu bjórframleiðendurnir segja að það séu aðgangshindranir á markaðnum," segir Páll.Hér má nálgast viðtalið við Pál í heild sinni.
Klinkið Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira