Körfubolti

Axel fór á kostum í stórsigri í Íslendingaslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason með landsliðinu í haust.
Axel Kárason með landsliðinu í haust. Mynd/Anton
Axel Kárason og félagar í Vaerloese BBK unnu 26 stiga sigur á BC Aarhus í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Axel var einn af bestum mönnum vallarins.

Axel var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar á rúmum 27 mínútum en hann hitti úr 7 af 9 skotum sínum þar af 3 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna. Vaerloese BBK vann þær mínútur sem Axel spilaði með 27 stigum.

Arnar Freyr Jónsson var með 3 stig, 3 fráköst og 1 stoðsendingu á 26 mínútum fyrir BC Aarhus en Guðni Valentínusson var með 1 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á tæpum 18 mínútum.

Þetta var aðeins fjórði sigur Vaerloese-liðsins á tímabilinu og sá fyrsti síðan að liðið vann BC Aarhus í byrjun desember. Liðið er samt enn í 9. sæti deildarinnar en nú bara tveimur stigum á eftir BC Aarhus sem er í 7. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×