Formúla 1

Perez: Sauber hefur burði til sigurs

Birgir Þór Harðarson skrifar
Þeir Sergio Perez  og Kamui Kobayashi óku Sauber-bílunum í fyrra en tókst aldrei að vinna mót. Perez telur að liðið geti unnið í ár.
Þeir Sergio Perez og Kamui Kobayashi óku Sauber-bílunum í fyrra en tókst aldrei að vinna mót. Perez telur að liðið geti unnið í ár. nordicphotos/afp
Mexíkóski ökuþór McLaren-liðsins, Sergio Perez, telur Sauber-liðið hafa burði til að vinna mót á komandi keppnisvertíð í Formúlu 1.

Perez ók fyrir Sauber í tvö ár áður en hann skrifaði undir samning við McLaren í haust. Hann er aðeins 22 ára gamall en náði ótrúlega góðum árangri í Sauber-bílnum í fyrra. Hann komst til að mynda þrisvar á verðlaunapall.

"Sauber-liðið verður sterkt aftur á þessu ári, um það er ég sannfærður," sagði Perez við austurrískt tímarit. "Reglurnar í ár eru mjög svipaðar þeim sem voru í fyrra og þeir höfðu fullan skilning á því sem bíllinn var að gera í fyrra."

"Hvers vegna ætti því að ganga verr í ár? Ég geri meira að segja ráð fyrir að liðið muni geta unnið einhver mót."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×