Þegar viðskipti verða fjárfesting 18. desember 2012 06:00 Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun