Þegar viðskipti verða fjárfesting 18. desember 2012 06:00 Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun