Þegar viðskipti verða fjárfesting 18. desember 2012 06:00 Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Nýjasta útspil Íbúðalánasjóðs er að koma fullnustueignum sínum í sértilgert leigufélag. Leigufélaginu er ætlað að leigja út fasteignir sem sjóðurinn hefur leyst til sín, eftir að lánþegar sjóðsins fóru í vanskil með lánin sem hvíldu á eignunum. Eignirnar sem flytjast af efnahagsreikningi Íbúðalánasjóðs yfir í þetta leigufélag eru um sjö hundruð samkvæmt fréttum. Til þess að Íbúðalánasjóður gæti farið út í þessa gjörninga þurfti að breyta lögum um Íbúðalánasjóð þar sem sjóðnum var ekki heimilt að leigja út fasteignir fyrir lagabreytinguna. Tilgangur Íbúðalánasjóðs var áður gagngert sá að a) lána einstaklingum til íbúðarkaupa og b) lána fasteignafélögum og verktökum fyrir nýbyggingum og leiguíbúðum. Í dag hefur tilgangur Íbúðalánasjóðs hins vegar tekið þeim stakkaskiptum sem eru tíundaðar hér á undan. Íbúðalánasjóður hefur orðið bæði í senn stór aðili í fjármögnun íbúðarhúsnæðis og, sem er áhugaverðara, stærsti leigusali landsins. Enn fremur mun leigufélag Íbúðalánasjóðs leigja íbúðir út á kostnaðarverði. Raunverulegir hagsmunir Það verður að teljast fagnaðarefni að leigumarkaður á Íslandi sé að eflast og að traustar stoðir séu að byggjast undir þann markað. Hins vegar verður að draga í efa hverjir raunverulegir hagsmunir Íbúðalánasjóðs eru. Tökum dæmi: Aðili á veð í 40% fasteigna í Reykjanesbæ sem eru í skilum. Aðilinn sér hins vegar fram á að þurfa að taka yfir eignarhald í 20% þeirra fasteigna sem hann hafði veð í í Reykjanesbæ innan næstu 6 mánaða. Við það að eignast stóran hluta af eignum á litlu svæði myndast söluþrýstingur á aðilann, sem gæti hugsanlega leitt til lækkunar til skamms tíma á fasteignum í Reykjanesbæ. Gefum okkur að verðlækkunin yrði 20%. Við það að aðilinn væri að selja eignir á X verði, þyrfti hann einnig að standa frammi fyrir því að þeir sem eru enn þá í skilum gætu séð markaðsvirði eigna sinna fara undir útistandandi höfuðstól. Niðurstaðan er því að hagsmunirnir eru þeir að selja ekki eignir og leigja þær frekar út til að forðast lækkun fasteigna og þar af leiðandi að forðast frekari vanskil á því markaðssvæði. Hver er tilgangur þess að leigja út sjö hundruð fasteignir á verði sem Íbúðalánasjóður telur vera kostnaðarverð? Íbúðalánasjóður er nú þegar gjaldþrota, er að lenda í miklum vandræðum með reiðufé sem hann kemur ekki í útlán og er að ganga í gegnum tímabil mikilla vanskila og höfuðstólsleiðréttinga. Er þetta þá rétti tíminn til þess að taka fullnustueignir félagsins og leigja þær út á kostnaðarverði? Er þetta heiðarlegt útspil Íbúðalánasjóðs gagnvart einkaaðilum á fasteignamarkaði? Er það stefna hins opinbera að reka fasteignir á kostnaðarverði? Er möguleiki að þetta nýja fasteignafélag Íbúðalánasjóðs verði nýr baggi á rekstri sjóðsins? Arðsemissjónarmið Undirritaður telur mikilvægt að arðsemissjónarmið eigi að ráða för þegar að farið er út í atvinnurekstur og þá sérstaklega fjárhagslega viðkvæman rekstur eins og rekstur fasteigna er. Undirritaður telur einnig mjög óeðlilegt að fasteignir Íbúðalánasjóðs séu einfaldlega ekki auglýstar til sölu á því markaðsverði sem fæst fyrir eignirnar, þar sem Íbúðalánasjóður er útlánafyrirtæki en ekki fasteignarekandi. „Þegar viðskipti verða að fjárfestingu", er eitthvað sem kemur í hugann þegar maður les um áform Íbúðalánasjóðs. Sá sem sér viðskiptatækifæri í því að kaupa t.d. íbúð og gera hana upp, til þess að hagnast á endursölu. Þegar verð í endursölu er ekki það sem hann bjóst við, ákveður hann að búa sjálfur í íbúðinni, viðskiptin breyttust í fjárfestingu. Sama gildir um Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn lánaði til fasteignakaupa á Íslandi og sá viðskipti í því. Þegar endurheimtur lánanna verða síðan aðrar en var lagt upp með í byrjun, ákveður sjóðurinn að reka sjálfur þær eignir sem hann lánaði fyrir en fengust ekki endurgreiddar. Viðskiptin urðu að fjárfestingu og nú á að reka fjárfestinguna á kostnaðarverði. Undirritaður vonar að ráðamenn séu ekki að endurtaka mistök sænskra stjórnvalda í fjármálakreppu Norðurlandanna um 1992 þegar fasteignafélög voru stofnuð úr „slæmum" eignum banka.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun