Upprisa Peyton Manning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Peyton Manning. Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur verið ein skærasta stjarna bandarískra íþrótta frá því hann kom inn í deildina árið 1998. Hann spilaði fjórtán tímabil með Indianapolis Colts en var látinn fara frá félaginu fyrir yfirstandandi tímabil. Ástæðan var sú að Manning hafði farið í þrjár aðgerðir á hálsi og óvissa var um hvort hann gæti spilað aftur. Þess utan er leikmaðurinn orðinn 36 ára gamall og Colts valdi leikstjórnandann Andrew Luck fyrstan í síðasta nýliðavali. Félagið varð því að fórna sínum dáðasta syni og byggja upp á nýtt með Luck. Það var engu að síður afar erfið ákvörðun fyrir félagið en sú staðreynd að Manning átti að fá stjarnfræðilegar upphæðir fyrir næsta ár auðveldaði þó ákvörðunina. 36 ára gamall varð Manning líklega eftirsóttasti leikmaður allra tíma í deildinni með lausan samning. Hann fór ekki leynt með meiðsli sín er hann heimsótti félög og fór í alls kyns prófanir fyrir þau. Eðlilegt enda hafði hann misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Á endanum fór þó svo að hann samdi við Denver Broncos sem fórnaði hinum unga Tim Tebow fyrir Manning. Það sem meira er þá skrifaði Manning undir fimm ára samning við félagið. Fyrir þann samning fær hann litlar 96 milljónir dollara. Í sínum fyrsta leik í vetur sýndi Manning að þrátt fyrir langa fjarveru væri hann enn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum og kastaði í heildina yfir 250 metra. Þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki í 31-19 sigri á Pittsburgh Steelers. Allar fyrstu vikurnar gengu ekki svona vel. Leikir hafa tapast en Denver-liðið hefur slípast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og Manning verður betri með hverjum leik. Þegar stutt er í úrslitakeppnina er Denver líklega heitasta lið deildarinnar enda búið að vinna níu leiki í röð og búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Síðasti tapleikur var í byrjun október. Nú um helgina vann Denver lið Baltimore á útivelli og það í fyrsta skipti. Það er tákn um breytta tíma í Denver. Margir sérfræðingar eru á því að Manning sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur ásamt þeim Tom Brady hjá New England Patriots og Adrian Peterson, hlaupara Minnesota Vikings. Manning er eini leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem hefur verið valinn sá besti fjórum sinnum. Það væri því heldur betur sögulegt ef hann fengi verðlaunin í fimmta sínn á endurreisnartímabili sínu. „Peyton er stórkostlegur leikmaður og myndi gera öll lið betri. Ég þakka Guði fyrir að hann sé hjá Denver Broncos," sagði John Fox, þjálfari Denver, en Manning var að vinna sinn níunda leik í röð gegn Baltimore. Eins og staðan er í dag mun Denver sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það eru svo talsverðar líkur á því að Manning mæti sínu gamla félagi, Colts, og arftaka sínum, Andrew Luck, í annarri umferð úrslitakeppninnar. Sá leikur myndi draga ansi marga menn að sjónvarpstækjunum. NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur verið ein skærasta stjarna bandarískra íþrótta frá því hann kom inn í deildina árið 1998. Hann spilaði fjórtán tímabil með Indianapolis Colts en var látinn fara frá félaginu fyrir yfirstandandi tímabil. Ástæðan var sú að Manning hafði farið í þrjár aðgerðir á hálsi og óvissa var um hvort hann gæti spilað aftur. Þess utan er leikmaðurinn orðinn 36 ára gamall og Colts valdi leikstjórnandann Andrew Luck fyrstan í síðasta nýliðavali. Félagið varð því að fórna sínum dáðasta syni og byggja upp á nýtt með Luck. Það var engu að síður afar erfið ákvörðun fyrir félagið en sú staðreynd að Manning átti að fá stjarnfræðilegar upphæðir fyrir næsta ár auðveldaði þó ákvörðunina. 36 ára gamall varð Manning líklega eftirsóttasti leikmaður allra tíma í deildinni með lausan samning. Hann fór ekki leynt með meiðsli sín er hann heimsótti félög og fór í alls kyns prófanir fyrir þau. Eðlilegt enda hafði hann misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Á endanum fór þó svo að hann samdi við Denver Broncos sem fórnaði hinum unga Tim Tebow fyrir Manning. Það sem meira er þá skrifaði Manning undir fimm ára samning við félagið. Fyrir þann samning fær hann litlar 96 milljónir dollara. Í sínum fyrsta leik í vetur sýndi Manning að þrátt fyrir langa fjarveru væri hann enn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum og kastaði í heildina yfir 250 metra. Þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki í 31-19 sigri á Pittsburgh Steelers. Allar fyrstu vikurnar gengu ekki svona vel. Leikir hafa tapast en Denver-liðið hefur slípast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og Manning verður betri með hverjum leik. Þegar stutt er í úrslitakeppnina er Denver líklega heitasta lið deildarinnar enda búið að vinna níu leiki í röð og búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Síðasti tapleikur var í byrjun október. Nú um helgina vann Denver lið Baltimore á útivelli og það í fyrsta skipti. Það er tákn um breytta tíma í Denver. Margir sérfræðingar eru á því að Manning sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur ásamt þeim Tom Brady hjá New England Patriots og Adrian Peterson, hlaupara Minnesota Vikings. Manning er eini leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem hefur verið valinn sá besti fjórum sinnum. Það væri því heldur betur sögulegt ef hann fengi verðlaunin í fimmta sínn á endurreisnartímabili sínu. „Peyton er stórkostlegur leikmaður og myndi gera öll lið betri. Ég þakka Guði fyrir að hann sé hjá Denver Broncos," sagði John Fox, þjálfari Denver, en Manning var að vinna sinn níunda leik í röð gegn Baltimore. Eins og staðan er í dag mun Denver sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það eru svo talsverðar líkur á því að Manning mæti sínu gamla félagi, Colts, og arftaka sínum, Andrew Luck, í annarri umferð úrslitakeppninnar. Sá leikur myndi draga ansi marga menn að sjónvarpstækjunum.
NFL Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira