Harmleikur í Kansas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 07:00 Það síðasta sem Belcher gerði áður en hann svipti sig lífi var að þakka þjálfaranum sínum fyrir tækifærið. nordicphotos/getty Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur. NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Sjá meira
Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur.
NFL Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Sjá meira