Mikilvægi hluta- bréfaskráninga Páll Harðarson skrifar 8. desember 2012 08:00 Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Velmegun Íslands í gegnum tíðina hefur verið nátengd því hvernig atvinnulífinu reiðir af. Örfá af stærri fyrirtækjum landsins sem gegna stóru hlutverki sem atvinnuveitendur eru nú á hlutabréfamarkaði en þau hafa að miklu leyti fjármagnað sinn vöxt í gegnum kauphöll. Hlutabréfamarkaðurinn er núna að glæðast, en einhverra hluta vegna hefur það verið útbreiddur misskilningur að einungis stór fyrirtæki eigi erindi inn á markað. Við sjáum það svo á nýskráningum og á þeim sem hafa áætlanir um að koma á markað að um er að ræða fyrirtæki í stærri kantinum, frekar en ekki. En þetta er ekki staðreyndin þegar litið er til annarra markaða á Norðurlöndunum. Hvers vegna koma ekki fleiri smá og millistór fyrirtæki á markað hér og njóta þeirra vaxtarmöguleika sem þar er boðið upp á?Fjármögnun = vöxtur Vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er grundvallaratriði fyrir vöxt efnahagslífsins, það er geta þeirra til að skapa ný störf og viðhalda þannig góðum gangi í efnahagslífinu. Lítil og meðalstór fyrirtæki í dag eiga sum hver í erfiðleikum með að fá aðgang að fjármagni til að stækka. Þar fyrir utan gætu nýjar eiginfjárreglur frá ESB, svonefndar Basel III-reglur, hækkað lántökukostnað vegna bankalána. Við erum því sannfærð um að Kauphöllin muni og þurfi að leika lykilhlutverk í framtíðarfjármögnun fyrirtækja. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: Ÿ Kauphöllin býður upp á sjálfstæða fjármögnun fyrir fyrirtæki og þar með tækifæri fyrir þau til að þróast og vaxa á eigin forsendum. Við sjáum dæmi þessa nú þegar á þeim stóru fyrirtækjum sem hafa vaxið á íslenskum markaði undanfarin 20 ár. Ÿ Kauphöllin býður upp á fjármögnun á breiðum grunni. Hlutafjárútboð veitir öllum sem vilja fjárfesta, bæði litlum og stórum fjárfestum, tækifæri til að taka þátt í vexti fyrirtækis. Ÿ Kauphöllin býður upp á gagnsæi. Gagnsæi er okkar leiðarljós. Við erum sannfærð um að gagnsæi sé ekki bara gott fyrir fjárfesta, heldur einnig fyrir fyrirtæki þar sem þau þurfa stöðugt að að vera á tánum í sínum rekstri. Í bandarískri rannsókn, sem unnin var af IHS Global Insight, kom í ljós að 92 prósent af öllum störfum hjá skráðum fyrirtækjum í Bandaríkjunum höfðu orðið til eftir að þau voru skráð á hlutabréfamarkað.Fleiri skráningar Þrátt fyrir þessa staðreynd er lítið um skráningar smærri fyrirtækja enn sem komið er sem á sér vissulegar margar mismunandi skýringar. Okkur ber þar af leiðandi að velta við hverjum steini til að ýta úr vegi öllum óþarfa hindrunum fyrir fyrirtæki til að vaxa og efnahagslífið að dafna. Við höfum talað fyrir lagabreytingum í þá átt að veita lífeyrissjóðum svigrúm til að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja á First North-markaði Kauphallarinnar. Við höfum talað fyrir breytingum á ákvæðum laga um auðlegðarskatt til að tryggja að hluthöfum í skráðum fyrirtækjum sé ekki mismunað í samanburði við hluthafa í óskráðum fyrirtækjum. Við höfum eflt okkar fræðslustarf um markaðinn og Kauphöllina, til að hvetja til aukinnar umræðu um markaðinn og gagnrýna hugsun. Sé miðað við vaxtarmarkaði svipaða First North t.d. í London, þá er árlegur vöxtur lítilla og meðalstórra fyrirtækja þar 37 prósent. Tíu prósent fyrirtækja á First North-markaðnum í Svíþjóð færa sig upp á Aðalmarkað frá First North á hverju ári, sem sýnir að First North-markaðurinn virkar sem stökkbretti fyrir frekari vöxt fyrirtækja. Við verðum að þora að endurskoða og hugsa upp á nýtt og allir þeir sem hafa áhuga á að endurvekja vöxt í efnahagslífinu þurfa að taka þátt. Kauphöllin er hluti af mikilvægu vistkerfi, þar sem ríkisstjórn og bankar, lífeyrissjóðir, fjárfestingarsjóðir, áhættufjármagnssjóðir, fyrirtæki, stjórnmálamenn og fjárfestar hafa allir hlutverk. Vöxtur sem byggist á blómlegu atvinnu- og efnahagslífi og stuðlar að góðum lífskjörum Íslendinga hlýtur að vera eitthvað sem við viljum öll.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun