Útrýmum kynbundu ofbeldi! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2012 08:00 Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Einn allra stærsti áfanginn í sögu jafnréttisbaráttunnar á síðustu áratugum felst óneitanlega í að þögnin um kynbundið ofbeldi hefur verið rofin og jafnframt hefur baráttan gegn því verið sett á dagskrá grasrótarsamtaka, stjórnmálanna og samfélagsins alls. Við vitum að á meðan kynbundið ofbeldi er við lýði eru mannréttindi og velferð, líf og heilsa fótum troðin. Í hvert einasta skipti sem fórnarlömb stíga fram og greina frá ofbeldinu og ná eyrum samfélagsins höfum við færst nær markmiðum okkar um samfélag án ofbeldis, samfélag virðingar fyrir mannréttindum allra og reisn og almennrar velferðar.Áfangasigrar Ríkisstjórn mín hefur gripið til margvíslegra úrræða til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi og til að fjölga þeim úrræðum sem við getum beitt gegn því. Austurríska leiðin svokallaða um að fjarlægja beri ofbeldismenn af heimilum fremur en fórnarlömbin hefur verið lögfest. Sömuleiðis hefur bann við kaupum á vændi verið leitt í lög. Ísland fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi ásamt bókun um mansal á síðasta ári og í júní á þessu ári samning Evrópuráðsins gegn mansali. Þar með hefur Ísland tekið á sig skuldbindingar um forvarnir gegn mansali, verndun fórnarlamba og hertar aðferðir við rannsókn og saksókn slíkra mála. Nú er unnið að endurskoðun fyrstu aðgerðaáætlunar Íslands gegn mansali, en hún var samþykkt í mars 2009. Okkur er í fersku minni stofnun Kristínarhúss á síðasta ári, fyrir fórnarlömb mansals og vændis en ríkisstjórnin hefur stutt við rekstur Kristínarhúss og Kvennaathvarfsins með fjárframlögum.Sitjum ekki auðum höndum Umræðan um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu hefur haldið áfram af fullum krafti á síðustu misserum og er skemmst að minnast ráðstefnu um málið sem innanríkisráðuneytið, lagadeild HÍ og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarrs um fjölskyldumálefni stóðu fyrir í ársbyrjun. Þar lögðu fulltrúar alls staðar að úr kerfinu saman á ráðin um hvernig tryggja megi betur en nú er gert að lögum verði komið yfir gerendur kynferðisbrota. Þá hafa nokkur ráðuneyti einnig staðið fyrir ráðstefnu og aukinni umræðu um klámvæðinguna út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og leitast við að svara hvaða hlutverk löggjafinn og stjórnvöld geta gegnt til að stemma stigu við henni. Jafnframt hefur tækifæri verið nýtt á vettvangi Jafnréttissjóðs til að styrkja veglega fræðilega rannsókn af afdrifum kynferðisbrota í réttarkerfinu, en þess er vænst að með henni verði skapaður traustur þekkingargrundvöllur fyrir frekari lagaleg úrræði á þessu sviði.Vekjum vitund! Í apríl síðastliðnum var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um þriggja ára verkefni sem ber heitið Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Samþykkt var að verja til þess 25 mkr. á árinu 2012, 16 mkr. á árinu 2013 og aftur 16 mkr. árið 2014. Vitundarvakningin er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna fullgildingar sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum sem var samþykktur í Lanzarote í október 2007. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá því í febrúar 2008, en hann var fullgiltur fyrr á þessu ári. Einnig má minna á að unnið hefur verið að gerð nýrrar aðgerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi á vegum velferðarráðuneytisins um nokkra hríð og eru vonir bundnar við að hún líti dagsins ljós innan skamms. Mikilvæg skref hafa því verið stigin í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á liðnum árum og þau hafa sannarlega skilað árangri. En meira þarf til og ég heiti á okkur öll að leggja baráttunni lið með ráðum og dáð. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er mannréttindabarátta sem skiptir okkur öll miklu máli.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun