Æfa með einu besta félagi heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2012 06:00 Hilmar Örn Jónsson varð þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst." Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst."
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira