Æfa með einu besta félagi heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2012 06:00 Hilmar Örn Jónsson varð þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst." Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst."
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira