Æfa með einu besta félagi heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2012 06:00 Hilmar Örn Jónsson varð þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst." Innlendar Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira
Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslitunum í U-21. Þar var ég undir gegn Guðjóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það," sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýskalandi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóðamælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016," segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur." Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst."
Innlendar Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Sjá meira