Ekkert hafa þeir lært Gunnar Karlsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári endurkusu Íslendingar Ólaf Ragnar Grímsson til forseta, þótt með naumum meirihluta væri. Í því felst óhjákvæmilega viss stjórnmálayfirlýsing þessa knappa meirihluta því að valið á Ólafi í forsetaembætti var frá upphafi útrásarfyrirbæri. Þótt hann hafi vissulega haft mikla pólitíska hæfileika hafði hann aldrei haft mikinn kosningasjarma fram að því. Alltaf var mesta basl að koma honum inn á Alþingi, þótt hann væri meðal helstu forystumanna Alþýðubandalagsins eftir að hann gekk í þann flokk. Á árunum 1983-91 sat hann á varamannabekk þingsins.Góður í að tala við þá En þegar Ólafur náði kjöri til forseta árið 1996 gerðist það af því að sagt var að hann hefði svo góð sambönd í útlöndum, einkum í gegnum fjölþjóðleg þingmannasamtök þar sem hann var í forystu. Hann þekkti svo marga merka útlendinga, var sagt, væri svo góður í að tala við þá og svo mikils metinn af þeim. Ólafur skildi líka vel til hvaða hlutverks hann hefði verið kosinn og gerðist ötull talsmaður útrásar og þenslu meðan það gaman stóð yfir.Ekkert lært af hruninu Skoðanakannanir sýndu að Ólafur Ragnar sótti megnið af kjörfylgi sínu í ár til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þeirra flokka sem stóðu að baki ofþenslunni á útrásarárunum. Fylgi þeirra við hann sýnir að þetta fólk hefur ekki skipt um stefnu í grundvallaratriðum. Það hefur ekki lært neitt af hruninu. Því finnst enn að ofþenslan sé hið eðlilega ástand.Síðnæturstund milli partía Árin þegar hreingerningakonan Jóhanna Sigurðardóttir kom með lið sitt og tók til eftir það séu bara eins konar síðnæturstund á milli partíanna. Ef þessir flokkar komast til valda eru þeir líklegir til að leyfa og styðja einhverja sams konar vitleysu og ríkti á árunum í kringum aldamótin, ekki nákvæmlega sömu vitleysuna, enda yrði það ekki hægt, en hugsanlega eitthvað engu betra. Þetta er alvarlegt mál vegna þess að skoðanakannanir sýna að útrásarflokkarnir muni fá hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum ef ekkert breytist. Kannski þurfum við að ganga í gegnum annað hrun til þess að byrja að læra eitthvað af reynslunni.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar