Um þjónustu við börn Sóley Tómasdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun