Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálfhverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlöndunum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásarvíkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vörumerki Norður-Evrópu, vínræktarhéruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkjum – allt í skuld. Þetta er kynslóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á vanskilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kynslóðin sem tók lán í öðrum gjaldmiðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kynslóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert fréttnæmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta tilleiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kynslóðar til þess að setja ævisparnað sinn í áhættusjóði ævintýramanna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólksins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðuvert í því, þó íbúar allra Raufarhafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá húseignum sínum sem í mörgum tilvikum kostuðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutningskostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóðina á höfuðborgarsvæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svikalaust gert alla sína hundstíð kallar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávarplássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eignatap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu einstaklinga sjálfhverfu kynslóðarinnar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun