Auðjöfur kaupir hlut í Orku Energy Þórður Snær Júlíusson skrifar 7. nóvember 2012 16:00 Richard F. Chandler Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með. Illugi og Orka Energy Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Richard Chandler Corporation (RCC) keypti í sumar 33 prósenta hlut í móðurfélagi íslenska orkufyrirtækisins Orka Energy Holding ehf. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar greiddi RCC tólf milljónir dala, um 1,5 milljarð króna fyrir hlutinn. RCC, sem er staðsett í Singapore, var stofnað af Richard F. Chandler, nýsjálenskum fjárfesti. Samkvæmt lista Forbes var Chandler, sem er 53 ára og ókvæntur, fjórði ríkasti maður Singapore í lok síðasta árs og 230. ríkasti maður í heimi. Tímaritið sagði auð hans nema um 4,6 milljörðum dala, um 586 milljörðum króna. Orka Energy var stofnað snemma á síðasta ári. Eigandi þess Orka Energy Pte. Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapore. Það er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna þess. Í ágúst 2011 keypti Orka Energy félagið Enex-Kína af fyrrverandi eigendum þess, Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Geysi Green Energy. Kaupverðið var um 1,6 milljarðar króna fyrir allt hlutaféð miðað við það verð sem OR fékk fyrir sinn tæplega fimmtungshlut. Það keypti einnig aðrar eignir sem höfðu verið inni í útrásararmi OR, REI. Um er að ræða Iceland America Energy og fjórðungshlut í Envent Holding ehf., sem á jarðhitafyrirtæki á Filippseyjum. Enex-Kína, sem nú heitir Orka Energy China ehf., á 49 prósenta hlut í kínversku félagi sem heitir Shaanxi Green Energy Geothermal Development (SGE). Það vinnur að þróun, og til framtíðar rekstri, jarðvarmaorkuvera í Kína. Hitt 51 prósentið í félaginu er í eigu kínverska orkufyrirtækisins Sinopec, sem er fimmta stærsta fyrirtæki í heimi. Það er að öllu leyti í eigu kínverska ríkisins. Hjá SGE starfa um 260 manns og fyrirtækið hitar sem stendur upp um sex milljón fermetra af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Það stefnir að því að auka þá hitaframleiðslu í 100 milljón fermetra fyrir árið 2020 auk þess sem það hyggur á stórtæka rafmagnsframleiðslu. Þann 20. apríl heimsótti fjölmenn sendinefnd Kínverja Ísland heim í tengslum við komu Wen Jiabao, forsætisráðherra landsins. Á meðal þeirra sem hingað komu var stjórnarformaður Sinopec, Fui Chengyu. Hann og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifuðu við það tilefni undir samkomulag sem breikkaði samstarfsgrundvöll fyrirtækjanna tveggja umtalsvert. Í júní keypti RCC síðan 33 prósent í móðurfélagi Orku Energy. Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskráar var kaupverðið um tólf milljónir dala, 1,5 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu sem RCC sendi frá sér vegna þessa var haft eftir Richard F. Chandler, stjórnarformanni RCC, að félögin tvö hefðu sömu sýn á að virkja jarðvarmaorku. Gunnar Thoroddsen, framkvæmdastjóri Orku Energy, vildi ekki tjá sig um starfsemi fyrirtækisins umfram það sem fram kom í tilkynningu RCC í júní síðastliðnum. Forsetinn styður Orka Energy og Orka Energy styður forsetannÓlafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur komið umtalsvert við sögu í samskiptum Orku Energy við kínverska fyrirtækið Sinopec. Samkvæmt heimasíðu forsetaembættisins átti hann fund með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy, í Singapore hinn 24. febrúar síðastliðinn. Þar ræddu þeir um "eflingu jarðhitanýtingar í Kína, á Filippseyjum og víðar". Þann 20. apríl birtist síðan önnur frétt á heimasíðu embættisins um jarðhitasamvinnu við Kína. Þar segir að forsetinn hafi fundað með Fu Chengyu, stjórnarformanni Sinopec, vegna þess að "Orka Energy og Sinopec hafa samið um gríðarlegar hitaveituframkvæmdir í Kína, sem m.a. felur í sér stærstu hitaveitur heims[…]Stjórnarformaður Sinopec lýsti því yfir að fyrirtækið, sem er eitt af stærstu fyrirtækjum heims, hefði ákveðið að gera samvinnu við Ísland, Orku Energy og vísinda- og tæknisamfélagið á Íslandi, að forgangsmáli í orkustefnu fyrirtækisins á komandi árum og áratugum". Orka Energy var eitt af níu félögum sem studdi framboð Ólafs Ragnars til forseta síðastliðið sumar. Félagið greiddi samtals 200 þúsund krónur í kosningasjóð hans. Lögfræðistofa Gunnars Thoroddsen ehf., sem er í eigu Gunnars Thoroddsen, framkvæmdastjóra Orku Energy, studdi einnig Ólaf með 200 þúsund króna framlagi. Alls námu framlög lögaðila 1.390 þúsundum króna.Fui Chengyu, stjórnarformaður Sinopec, og Haukur Harðarson, stjórnarformaður Orku Energy, skrifa undir samstarfssamning í Þjóðmenningarhúsinu í apríl síðastliðnum. Forsætisráðherrarnir Wen Jiabao og Jóhanna Sigurðardóttir fylgjast með.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira