Að hafa styrk til að sækja fram, fjárfesta og skapa störf Páll Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aukið eigið fé íslenskra fyrirtækja gæti haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Stöðugleiki gæti orðið meiri. Traustur efnahagur kemur í veg fyrir kollsteypur þegar á móti blæs í þjóðarbúskapnum. Hann dregur einnig úr kerfisáhættu í fjármálakerfinu. Vel fjármögnuð fyrirtæki eru áhættuminni lántakar. En það sem mestu máli skiptir er að þau hafa styrk til að sækja fram af krafti, fjárfesta og skapa störf. Nýsköpun gæti aukist, framleiðni vaxið og góðum störfum fjölgað. Eiginfjárhlutfall íslenskra fyrirtækja er nú að meðaltali um 30%. Þetta má m.a. ráða af niðurstöðum könnunar Samkeppniseftirlitsins meðal 120 stærstu fyrirtækja landsins um efnahag í árslok 2011. Samantekt Hagstofunnar fyrir árið 2010 dregur upp svipaða mynd, en hún nær til allflestra fyrirtækja landsins. Íslensk fyrirtæki hafa löngum reitt sig um of á lánsfjármögnun en ef vel tekst til getur fjármögnun þeirra tekið stakkaskiptum. Hlutabréfamarkaður gegnir þar lykilhlutverki. Nú yppa vafalítið einhverjir öxlum. Eiginfjárhlutfall í námunda við 30% hefur þótt sæmilegt hér á landi og auðvitað veltur æskileg eigin fjármögnun á efnum og aðstæðum. Sem meðaltal fyrir atvinnulífið í heild er þetta hlutfall þó afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Skýtur það skökku við því sveiflukennt rekstrarumhverfi hérlendis krefst einstaklega traustrar eiginfjárstöðu. Hversu mikið viðbótar eigið fé þarf íslenskt efnahagslíf til að ná framangreindum markmiðum? Sé tekið mið af hlutföllum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við gæti fjárhæðin numið 300-600 milljörðum króna. Rekstrargrunnur okkar mikilvægustu fyrirtækja myndi styrkjast. Tiltölulega smá og millistór vaxtarfyrirtæki myndu þó e.t.v. hafa hlutfallslega mestan hag af traustari fjármögnun. Hlutabréfamarkaður er mikilvæg uppspretta eigin fjár og aflvaki fjárfestingar. Mikið er því í húfi að endurreisn hlutabréfamarkaðar gangi vel fyrir sig. Það er vart orðum aukið að hún sé forsenda þess að breytingar í þá veru sem hér eru nefndar geti orðið að veruleika. Framsýn stefnumörkun og ábyrg umgengni ráða úrslitumAfar brýnt er að ryðja úr vegi hindrunum sem gætu teflt framangreindri framtíðarsýn í tvísýnu og þar hefur löggjafinn mikið að segja. Vil ég nefna tvennt í þessu sambandi. Annars vegar er útfærsla auðlegðarskatts með þeim hætti að eigendur margra fyrirtækja sem ættu erindi á markað gefa þeim möguleika lítinn gaum. Ástæðan er sú að stofn til auðlegðarskatts miðast við skattalegt eigið fé ef um óskráð fyrirtæki er að ræða, en markaðsvirði ef fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði. Allmörg óskráð fyrirtæki hér á landi eru í þeirri stöðu að við skráningu á markað yrði markaðsvirði þeirra langtum hærra en skattalegt eigið fé. Á þetta bæði við um smá og stór fyrirtæki. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af efnilegum vaxtarfyrirtækjum í þessu sambandi. Algengt er að markaðsvirði slíkra fyrirtækja sé margfalt skattalegt eigið fé. Eigendur þeirra standa því frammi fyrir því að að kalla yfir sig stóraukna skattheimtu við það eitt að skrá félag sitt á markað. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki þar sem skráning gæti gagnast þjóðfélaginu mest til framtíðar í formi aukinnar fjárfestingar og atvinnusköpunar. Ætlun löggjafans hefur örugglega ekki verið að setja upp slíkan vegatálma fyrir okkar efnilegustu fyrirtæki. Lítilsháttar rýmkun heimilda lífeyrissjóðanna til fjárfestinga á hliðarmarkaði Kauphallarinnar, First North, gæti einnig haft mikla þýðingu fyrir smá og miðlungsstór fyrirtæki. First North, fremur en Aðalmarkaður Kauphallarinnar, er eðlilegur kostur fyrir mörg þessara fyrirtækja. Með þessari breytingu gæti First North verið sá stökkpallur fyrir vaxtarfyrirtæki sem hann hefur reynst á Norðurlöndum. Endurreisn hlutabréfamarkaðar mun að miklu leyti velta á því hvort tekst að endurvinna traust fjárfesta. Hver mistök eru dýr og brýnt að allir þátttakendur á markaði starfi af kostgæfni. Almennir fjárfestar verða að njóta ávinnings til jafns við aðra. Markaðsumhverfið verður að vera til þess fallið að laða að jafnt innlent sem erlent fjármagn. Þetta er ögrandi verkefni sem getur haft víðtæk og jákvæð áhrif á íslenskt atvinnulíf til framtíðar. Umgengni við þessa sameiginlegu auðlind og stefnumörkun þarf að einkennast af ábyrgð og framsýni. Von mín er að þetta verði leiðarljós allra sem að þessu verkefni koma.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun