Skötuselur og "Gælugrjót“ Stefán Þór Helgason skrifar 31. október 2012 08:00 Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun