Stjórnarskráin – gröfum stríðsexina Össur Skarphéðinsson skrifar 23. október 2012 06:00 Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þátttaka, og niðurstöður, atkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána um helgina komu mörgum þægilega á óvart. Þátttakan var miklu meiri en a.m.k. flestir áttu fyrir fram von á. Skilaboðin til Alþingis voru skýr. Í fyrsta lagi tók fast að helmingur atkvæðisbærra manna þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er mjög hátt hlutfall. Það er hærra en sést að jafnaði í Sviss, sem hefur mesta reynslu af beinu lýðræði af þessu tagi. Í öðru lagi voru niðurstöðurnar mjög afgerandi. Mikill meirihluti, eða ríflega 66%, vill nýja stjórnarskrá á grundvelli þeirra draga, sem um var kosið. Öllum spurningum sem lagðar voru fyrir þjóðina var svarað játandi. Það var athyglisvert að í einu tilviki tók þjóðin aðra afstöðu en lá fyrir í drögum stjórnlagaráðs – og vill þjóðkirkju í stjórnarskrána. Það sýnir að fólk tók sjálfstæða afstöðu, vó og mat tillögur í drögunum, og komst að eigin niðurstöðu. Yfirgnæfandi stuðningur, eða 84,1%, var við lykiltillögu um að stjórnarskrá mæli skýrt fyrir um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Þjóðin lýsti einnig afdráttarlausum vilja til að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslur, efla persónukjör, og hafa jafnt vægi atkvæða. Milli stjórnmálaflokka hafa verið mismunandi skoðanir á þessum þáttum og aðferðinni við að semja nýja stjórnarskrá. Nú er það allt að baki. Þjóðin hefur talað – og hún hefur talað mjög skýrt. Við þessar aðstæður á Alþingi að grafa stríðsexina, og mynda breiða samstöðu um frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Hún þarf að byggja á gagnkvæmu tilliti, en hún þarf líka að vera trú þeirri lýðræðislegu vinnu sem liggur að baki stjórnarskrárdrögunum, og þar með niðurstöðu kosningarinnar. Þetta á að verða meginverkefni á þinginu í vetur: að útfæra frumvarp sem til er orðið með þjóðfundi og kjörnum fulltrúum til stjórnarskrárvinnu. Samstaða um það er besta leiðin sem Alþingi getur farið til að endurvinna traust landsmanna. Í kjölfar þeirrar vinnu færi vel á að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar samfara þingkosningum í vor. Alþingi hefur þá í hverju skrefi unnið með þjóðinni að því að búa til nýja stjórnarskrá.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun