Kjarklaus vinnubrögð ráðamanna Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun