Höfuðsafn á hrakhólum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar er húsnæðislaust. Bæði Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið búa við glæsilegan húsakost sem mikill sómi er að meðan náttúrugripasafnið er húsnæðislaust, svo illa húsnæðislaust að hér hefur ekki staðið uppi sýning á safnkostinum síðan árið 2008, ári eftir að lög um Náttúruminjasafn Íslands, sem safnkosturinn heyrir undir, voru samþykkt. Í fjögur ár hefur engin sýning á safnkosti Náttúruminjasafnsins staðið uppi og engin lausn er í hendi, hvorki til styttri né lengri tíma. Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýningu á náttúrugripum megi koma fyrir í Perlunni með því að gerð verði einhver aðlögun á húsnæðinu. Þrátt fyrir þetta sé ekki hægt að líta á Perluna sem varanlegan stað fyrir náttúrugripasýningu að óbreyttu. Vissulega eru Íslendingar fámenn þjóð, sem ekki hefur á valdi sínu að halda úti alls kyns skemmtilegri starfsemi eins og stórþjóðir geta, en náttúruminjasafn í landi þar sem náttúran er jafnsterkt afl og hér ætti að vera forgangsmál. Eitt er að erlendum ferðamönnum, sem hingað streyma og fjölgar ár frá ári, stendur ekki til boða að skoða náttúrugripasafn þegar hingað er komið. Margir þeirra eru undrandi á þessu enda er íslensk náttúra í langflestum tilvikum ástæða þess að útlendingar sækjast eftir að koma til Íslands. Þessa ferðamenn þyrstir upp til hópa í fróðleik um náttúru landsins. Annað er að náttúra landsins er meðal þess sem Íslendingar sjálfir eru hvað stoltastir af. Auk þess á þjóðin að talsverðu leyti afkomu sína undir náttúrunni, ekki bara vegna ferðamannanna fyrrnefndu sem hingað koma til að skoða hana og eru tekjulind. Nefna má fiskinn í sjónum, vatnsaflið og jarðhitann, sem allt eru áþreifanlegar náttúruauðlindir í daglegu lífi fólks. Þá eru ótalin náttúröflin, eldgos, jarðskjálftar og veðrið, sem reglulega og talsvert meira en í nágrannalöndum okkar minna á hversu maðurinn má sín lítils gagnvart náttúrunni. Þessum veruleika er hvergi komið til skila eða settur í samhengi í sýningu sem frætt gæti og skemmt bæði Íslendingum, ekki síst íslenskum nemendum á öllum skólastigum, og ferðamönnum. Álfheiður Ingadóttir ætlar í næstu viku að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að þráðurinn verði tekinn upp við að undirbúa byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri. Auðvitað er það farsælasta og metnaðarfyllsta framtíðarsýnin varðandi sýningu á íslenskum náttúruminjum. Þangað til mætti koma fyrir sýningu í Perlunni. Það þyrfti að gerast sem allra fyrst en með lágmarkstilkostnaði. Það fé sem ætlað er til uppbyggingar sýningar á náttúruminjum þarf að renna til varanlegrar og sómasamlegrar lausnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar er húsnæðislaust. Bæði Listasafn Íslands og Þjóðminjasafnið búa við glæsilegan húsakost sem mikill sómi er að meðan náttúrugripasafnið er húsnæðislaust, svo illa húsnæðislaust að hér hefur ekki staðið uppi sýning á safnkostinum síðan árið 2008, ári eftir að lög um Náttúruminjasafn Íslands, sem safnkosturinn heyrir undir, voru samþykkt. Í fjögur ár hefur engin sýning á safnkosti Náttúruminjasafnsins staðið uppi og engin lausn er í hendi, hvorki til styttri né lengri tíma. Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýningu á náttúrugripum megi koma fyrir í Perlunni með því að gerð verði einhver aðlögun á húsnæðinu. Þrátt fyrir þetta sé ekki hægt að líta á Perluna sem varanlegan stað fyrir náttúrugripasýningu að óbreyttu. Vissulega eru Íslendingar fámenn þjóð, sem ekki hefur á valdi sínu að halda úti alls kyns skemmtilegri starfsemi eins og stórþjóðir geta, en náttúruminjasafn í landi þar sem náttúran er jafnsterkt afl og hér ætti að vera forgangsmál. Eitt er að erlendum ferðamönnum, sem hingað streyma og fjölgar ár frá ári, stendur ekki til boða að skoða náttúrugripasafn þegar hingað er komið. Margir þeirra eru undrandi á þessu enda er íslensk náttúra í langflestum tilvikum ástæða þess að útlendingar sækjast eftir að koma til Íslands. Þessa ferðamenn þyrstir upp til hópa í fróðleik um náttúru landsins. Annað er að náttúra landsins er meðal þess sem Íslendingar sjálfir eru hvað stoltastir af. Auk þess á þjóðin að talsverðu leyti afkomu sína undir náttúrunni, ekki bara vegna ferðamannanna fyrrnefndu sem hingað koma til að skoða hana og eru tekjulind. Nefna má fiskinn í sjónum, vatnsaflið og jarðhitann, sem allt eru áþreifanlegar náttúruauðlindir í daglegu lífi fólks. Þá eru ótalin náttúröflin, eldgos, jarðskjálftar og veðrið, sem reglulega og talsvert meira en í nágrannalöndum okkar minna á hversu maðurinn má sín lítils gagnvart náttúrunni. Þessum veruleika er hvergi komið til skila eða settur í samhengi í sýningu sem frætt gæti og skemmt bæði Íslendingum, ekki síst íslenskum nemendum á öllum skólastigum, og ferðamönnum. Álfheiður Ingadóttir ætlar í næstu viku að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að þráðurinn verði tekinn upp við að undirbúa byggingu náttúruhúss í Vatnsmýri. Auðvitað er það farsælasta og metnaðarfyllsta framtíðarsýnin varðandi sýningu á íslenskum náttúruminjum. Þangað til mætti koma fyrir sýningu í Perlunni. Það þyrfti að gerast sem allra fyrst en með lágmarkstilkostnaði. Það fé sem ætlað er til uppbyggingar sýningar á náttúruminjum þarf að renna til varanlegrar og sómasamlegrar lausnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun