Friedman og niðurgreiðslur Guðmundur Edgarsson skrifar 27. september 2012 06:00 Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra. Fyrir Friedman vakti aðallega að bera saman þann eðlismun sem er á leiðum (1) og (4). Kosturinn við leið (1) að mati Friedmans er að samkvæmt henni getur þú nýtt peningana í það sem þér hentar en að auki ertu líklegri en ella til að fara vel með þá því þú aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnatriðum lýsir þessi leið markaðsbúskap því helsta einkenni frjáls markaðar er jú að viðskipti eru sem minnst miðstýrð með boðum, bönnum og sköttum. Neytandinn metur sjálfur hvað er mikilvægt og gagnlegt fyrir hann en ekki ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók, þá kaupir þú þér kók en ekki bók þótt einhverjir aðrir telji að bók geri þér meira gagn en kók. Leið (4) taldi Friedman hins vegar einkenna ríkisbúskap því undir slíku kerfi fá pólitíkusar pening frá öðrum, þ.e. skattgreiðendum, og ráðstafa þeim svo til baka í formi ýmissa verkefna sem í mörgum tilfellum nýtast bara sumum, illa öðrum og enn öðrum ekki neitt. Samt borga allir. Friedman taldi engu að síður að í sumum tilfellum þyrfti, a.m.k. að hluta, að fara leið (4) til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem markaðsbrestur verður, t.d. á vissum sviðum samgangna (erfitt að rukka fyrir notkun á hverjum vegarspotta), grunnmenntunar (erfitt að reka þjóðfélag nema fólk kunni að lesa, skrifa og reikna) og velferðaraðstoðar (öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð fyrir sér). Þá taldi Friedman að óhjákvæmilegt væri að ríkið sæi að mestu leyti um réttarkerfið, löggæslu og landvarnir (Friedman var þó eindreginn andstæðingur herskyldu). Hvað önnur svið varðar átti frjáls markaður að mestu leyti að sjá um þau að mati Friedmans. Því nefndi ég í grein minni Ríkissjónvarpið því enginn getur haldið því fram með rökum að sú þjónusta hafi á nokkurn hátt með grunnþarfir þjóðfélags eða nauðsynlega samhjálp að gera. Þvert á móti, fólk með litlar tekjur myndi líklega frekar vilja verja fé sínu í annað og mikilvægara heldur en ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til að kaupa hollari mat handa börnum sínum eða styrkja Kvennaathvarfið. Nefna má ótal dæmi um fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins sem fólk er nauðbeygt til að greiða fyrir í gegnum skatta. Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru leikhús niðurgreidd en ekki bíó?) en í sömu andrá má nefna ríkisrekna hljómsveit (hví er sinfóníuhljómsveit niðurgreidd en ekki t.d. einhver rokkhljómsveit?) að ógleymdri Hörpunni, einhverju grátlegasta dæmi um misnotkun á almannafé sem Íslandssagan hefur að geyma. Einnig má nefna sendiráðin í þessu samhengi. Þurfum við öll þessi sendiráð? Og í sambandi við kókina og bókina má spyrja hvort eðlilegt sé að niðurgreiða allar þessar bókaleigur sem kallast bókasöfn frekar en aðrar leigur, t.d. myndbandaleigur eða verkfæraleigur. Nánast í hverjum mánuði er stofnað til nýrra útgjalda á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort einhverjir peningar séu til í sjóðum eða ekki. Nýjasta dæmið um bruðl hins opinbera á almannafé er innrás Strætó bs. á ferðamannamarkaðinn. Skyndilega ákveður þetta opinbera fyrirtæki að fara í samkeppni við rútufyrirtæki á frjálsum markaði og bjóða niðurgreiddar ferðir á milli landshluta, t.d. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er nema von að fólk spyrji eins og Vefþjóðviljinn gerði á dögunum, þ.e. hvort „einhver skattgreiðandi í landinu [hafi] heyrt þó ekki væri nema einn sveitarstjórnarmann efast um að rétt sé að skattleggja vinnandi fólk í landinu til þess að halda uppi strætisvagnaferðum fimm hundruð kílómetra leið út úr bænum?" Í anda Friedmans vil ég taka undir með Vefþjóðviljanum og bæta við að stjórnmálamenn, sem haga sér með þeim hætti sem dæmið um Strætó bs. sýnir, kunna ekki að fara með peninga, sér í lagi annarra manna peninga. Því endurtek ég efnislega lokaorð mín úr síðustu grein, að brýnt sé að slíkir stjórnmálamenn fái ekki brautargengi í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra. Fyrir Friedman vakti aðallega að bera saman þann eðlismun sem er á leiðum (1) og (4). Kosturinn við leið (1) að mati Friedmans er að samkvæmt henni getur þú nýtt peningana í það sem þér hentar en að auki ertu líklegri en ella til að fara vel með þá því þú aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnatriðum lýsir þessi leið markaðsbúskap því helsta einkenni frjáls markaðar er jú að viðskipti eru sem minnst miðstýrð með boðum, bönnum og sköttum. Neytandinn metur sjálfur hvað er mikilvægt og gagnlegt fyrir hann en ekki ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók, þá kaupir þú þér kók en ekki bók þótt einhverjir aðrir telji að bók geri þér meira gagn en kók. Leið (4) taldi Friedman hins vegar einkenna ríkisbúskap því undir slíku kerfi fá pólitíkusar pening frá öðrum, þ.e. skattgreiðendum, og ráðstafa þeim svo til baka í formi ýmissa verkefna sem í mörgum tilfellum nýtast bara sumum, illa öðrum og enn öðrum ekki neitt. Samt borga allir. Friedman taldi engu að síður að í sumum tilfellum þyrfti, a.m.k. að hluta, að fara leið (4) til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem markaðsbrestur verður, t.d. á vissum sviðum samgangna (erfitt að rukka fyrir notkun á hverjum vegarspotta), grunnmenntunar (erfitt að reka þjóðfélag nema fólk kunni að lesa, skrifa og reikna) og velferðaraðstoðar (öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð fyrir sér). Þá taldi Friedman að óhjákvæmilegt væri að ríkið sæi að mestu leyti um réttarkerfið, löggæslu og landvarnir (Friedman var þó eindreginn andstæðingur herskyldu). Hvað önnur svið varðar átti frjáls markaður að mestu leyti að sjá um þau að mati Friedmans. Því nefndi ég í grein minni Ríkissjónvarpið því enginn getur haldið því fram með rökum að sú þjónusta hafi á nokkurn hátt með grunnþarfir þjóðfélags eða nauðsynlega samhjálp að gera. Þvert á móti, fólk með litlar tekjur myndi líklega frekar vilja verja fé sínu í annað og mikilvægara heldur en ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til að kaupa hollari mat handa börnum sínum eða styrkja Kvennaathvarfið. Nefna má ótal dæmi um fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins sem fólk er nauðbeygt til að greiða fyrir í gegnum skatta. Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru leikhús niðurgreidd en ekki bíó?) en í sömu andrá má nefna ríkisrekna hljómsveit (hví er sinfóníuhljómsveit niðurgreidd en ekki t.d. einhver rokkhljómsveit?) að ógleymdri Hörpunni, einhverju grátlegasta dæmi um misnotkun á almannafé sem Íslandssagan hefur að geyma. Einnig má nefna sendiráðin í þessu samhengi. Þurfum við öll þessi sendiráð? Og í sambandi við kókina og bókina má spyrja hvort eðlilegt sé að niðurgreiða allar þessar bókaleigur sem kallast bókasöfn frekar en aðrar leigur, t.d. myndbandaleigur eða verkfæraleigur. Nánast í hverjum mánuði er stofnað til nýrra útgjalda á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort einhverjir peningar séu til í sjóðum eða ekki. Nýjasta dæmið um bruðl hins opinbera á almannafé er innrás Strætó bs. á ferðamannamarkaðinn. Skyndilega ákveður þetta opinbera fyrirtæki að fara í samkeppni við rútufyrirtæki á frjálsum markaði og bjóða niðurgreiddar ferðir á milli landshluta, t.d. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er nema von að fólk spyrji eins og Vefþjóðviljinn gerði á dögunum, þ.e. hvort „einhver skattgreiðandi í landinu [hafi] heyrt þó ekki væri nema einn sveitarstjórnarmann efast um að rétt sé að skattleggja vinnandi fólk í landinu til þess að halda uppi strætisvagnaferðum fimm hundruð kílómetra leið út úr bænum?" Í anda Friedmans vil ég taka undir með Vefþjóðviljanum og bæta við að stjórnmálamenn, sem haga sér með þeim hætti sem dæmið um Strætó bs. sýnir, kunna ekki að fara með peninga, sér í lagi annarra manna peninga. Því endurtek ég efnislega lokaorð mín úr síðustu grein, að brýnt sé að slíkir stjórnmálamenn fái ekki brautargengi í næstu kosningum.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun