Örorka er ekki val eða lífsstíll! 25. september 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun