Einstakt tækifæri kjósenda Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 13. september 2012 06:00 Senn líður að lokaáfanga á merkri vegferð sem hófst þegar víðtæk samstaða flestra stjórnmálaflokka náðist á Alþingi vorið 2010 um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt sú ferð hafi ekki reynst áfallalaus hefur árangurinn og uppskeran verið góð og í fullu samræmi við væntingar. Einstigið á milli varðanna sem Alþingi reisti hefur verið fetað. Frá Alþingi til þúsund manna þjóðfundar, frá þjóðfundi til sérfræðinganefndar og frá sérfræðinganefndinni til stjórnlagaráðs, sem skipað var í samræmi við niðurstöðu almennra og lýðræðislegra kosninga, niðurstöðu sem ekki hefur verið dregin í efa efnislega, enda þótt annmarkar hafi talist vera á formlegri framkvæmd kosninganna. Sú leið sem Alþingi varðaði vorið 2010 var afar metnaðarfull. Hún var síðast en ekki síst lýðræðisleg og Alþingi Íslendinga til mikils sóma. Með ákvörðun sinni sýndi Alþingi því skilning að heildstæð endurskoðun stjórnarskrárinnar er stærra mál en svo að það verði alfarið til lykta leitt innan veggja Alþingis, heldur þurfi jafnframt að tryggja ríka aðkomu almennings að endurskoðunarferlinu öllu. Þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. október næstkomandi felur í sér einstakt tækifæri fyrir íslenska þjóð til að hafa bein áhrif á mótun þeirra grunnreglna sem samfélag okkar verður byggt á til framtíðar. Þetta er tækifæri sem enginn kosningabær Íslendingur ætti að láta fram hjá sér fara, því engin trygging er fyrir því að annað eins tækifæri muni gefast aftur á komandi árum. Jákvæð niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun fela í sér skýr skilaboð til Alþingis um að ljúka endurskoðunarferlinu á grundvelli tillögu stjórnlagaráðs. Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu verða ekki einungis greidd atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni heldur munu kjósendur einnig fá einstakt tækifæri til að segja álit sitt á nokkrum mikilvægum úrlausnarefnum sem taka þarf afstöðu til í tengslum við nýja stjórnarskrá. Má þar nefna hvort náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu skuli lýstar þjóðareign, hvort auka eigi persónukjör í kosningum til Alþingis, hvort jafna eigi atkvæðavægi kjósenda, hvort stjórnarskráin eigi að innihalda ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi og hvort tryggja eigi rétt fólks til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Mikilvægt er að þjóðin gefi Alþingi skýra leiðsögn í þessum efnum enda hefur reynslan sýnt að þessi mál hafa reynst Alþingi erfið úrlausnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að lokaáfanga á merkri vegferð sem hófst þegar víðtæk samstaða flestra stjórnmálaflokka náðist á Alþingi vorið 2010 um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þótt sú ferð hafi ekki reynst áfallalaus hefur árangurinn og uppskeran verið góð og í fullu samræmi við væntingar. Einstigið á milli varðanna sem Alþingi reisti hefur verið fetað. Frá Alþingi til þúsund manna þjóðfundar, frá þjóðfundi til sérfræðinganefndar og frá sérfræðinganefndinni til stjórnlagaráðs, sem skipað var í samræmi við niðurstöðu almennra og lýðræðislegra kosninga, niðurstöðu sem ekki hefur verið dregin í efa efnislega, enda þótt annmarkar hafi talist vera á formlegri framkvæmd kosninganna. Sú leið sem Alþingi varðaði vorið 2010 var afar metnaðarfull. Hún var síðast en ekki síst lýðræðisleg og Alþingi Íslendinga til mikils sóma. Með ákvörðun sinni sýndi Alþingi því skilning að heildstæð endurskoðun stjórnarskrárinnar er stærra mál en svo að það verði alfarið til lykta leitt innan veggja Alþingis, heldur þurfi jafnframt að tryggja ríka aðkomu almennings að endurskoðunarferlinu öllu. Þjóðaratkvæðagreiðslan þann 20. október næstkomandi felur í sér einstakt tækifæri fyrir íslenska þjóð til að hafa bein áhrif á mótun þeirra grunnreglna sem samfélag okkar verður byggt á til framtíðar. Þetta er tækifæri sem enginn kosningabær Íslendingur ætti að láta fram hjá sér fara, því engin trygging er fyrir því að annað eins tækifæri muni gefast aftur á komandi árum. Jákvæð niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun fela í sér skýr skilaboð til Alþingis um að ljúka endurskoðunarferlinu á grundvelli tillögu stjórnlagaráðs. Í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu verða ekki einungis greidd atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni heldur munu kjósendur einnig fá einstakt tækifæri til að segja álit sitt á nokkrum mikilvægum úrlausnarefnum sem taka þarf afstöðu til í tengslum við nýja stjórnarskrá. Má þar nefna hvort náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu skuli lýstar þjóðareign, hvort auka eigi persónukjör í kosningum til Alþingis, hvort jafna eigi atkvæðavægi kjósenda, hvort stjórnarskráin eigi að innihalda ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi og hvort tryggja eigi rétt fólks til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál. Mikilvægt er að þjóðin gefi Alþingi skýra leiðsögn í þessum efnum enda hefur reynslan sýnt að þessi mál hafa reynst Alþingi erfið úrlausnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun