Burt með allt pukur og baktjaldamakk Jakob F. Ásgeirsson skrifar 5. september 2012 06:00 Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar