Burt með allt pukur og baktjaldamakk Jakob F. Ásgeirsson skrifar 5. september 2012 06:00 Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar