Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum? Linda Wiium og Leifur Runólfsson skrifar 4. september 2012 06:00 Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til?
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun