Er þörf á stefnubreytingu varðandi aðgengi og gjaldtöku? Úlfar Antonsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun