Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Þannig var það til dæmis þegar ungur drengur fór með föður sínum á sjóinn og komst þar að því að menn sem voru með þeim feðgum um borð töldu sjálfsagt og eðlilegt, já, bara fyndið og flott, að beita hann andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þarna í bátnum væri í lagi að kasta gildum fyrir borð og sýna þeim yngsta, nýliðanum, framkomu sem annars er dæmd algjörlega óásættanleg og þessir menn hefðu ekki sýnt í götunni heima. Sagan segir frá ýmiss konar sviðsmyndum þar sem fólk er beitt ofbeldi og niðurlægingu, af því að það er sett í ákveðin hlutverk eða ákveðnar aðstæður eru settar upp, oft í skjóli einhvers konar hefða eða ómenningar. Svo er þetta líka allt svo sniðugt og fyndið og á eftir eru allir vinir, ja, nema kannski Sigga sem lenti á slysó og Gunni sem fór víst heim í ofsakvíðakasti og þjáist enn af alvarlegri fælni æ, þau gleymdu sér aðeins og héldu honum of lengi. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að finna frásagnir af busavígslum sem hafa farið úr böndunum hér á landi á síðustu árum, ofbeldis-, viðbjóðs- og niðurlægingarmyndir á veraldarvefnum þar sem börnin okkar eru fórnarlömbin. Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni. Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð. Já, þetta hefur allt gerst síðustu ár á busatímabilum og í busavígslum hér á landi. Ofbeldi er bannað á Íslandi. Það er ólöglegt og siðlaust að leggja hendur á börn. Samt finnst enn mörgum sjálfsagt, fyndið og gaman að fullorðið fólk í efri bekkjum framhaldsskóla gangi fram í hlutverki böðla gegn 16 ára börnum sem eru nýliðar á nýjum vinnustað í skólanum sínum. Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðulægja aðra. Hvaða bull er þetta? Það jákvæða er að í samfélaginu okkar hefur stigið fram fólk sem hefur kjark og kraft til að stöðva neikvæða siði, hafna þeim og bjóða upp á jákvæða siði í staðinn. Við erum samfélagið, það er okkar að móta það á jákvæðan og ákjósanlega hátt á hverri einustu stundu, ekki að sitja þegjandi hjá þegar við vitum betur. Ekki að láta ferli sem hafa sannarlega valdið börnunum okkar sálrænum og líkamlegum skaða halda áfram af því að það er svo fyndið. Ekki að stökkva í varnarstöðu vegna fortíðar og hafna breytingum til batnaðar. Því betur hafa margir skólar leitast við að breyta busavígslum en það er einfaldlega ekki nóg að niðurlægja börn minna en áður. Það á einfaldlega ekki að sýna börnum annars flokks framkomu á neinn hátt, hvort sem þau eru nýnemar eða ekki. Það á aldrei að samþykkja veiðileyfi eins hóps á annan, neikvæð samskipti byggð á flokkun og merkingum, að einn hópur líti niður á annan, þvingi, hræði, sýni hroka eða ofbeldi. Því verðum við að hafna busavígslum og busadögum alfarið í samfélaginu okkar, það eru ótal aðrir valkostir til til að skapa tilbreytingu og viðburði. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er ekki busavígsla heldur nýnemahátíð og við setningu Framhaldsskóla Suðurlands nú í ágúst skýrði skólameistari frá því að ekki yrði busavígsla heldur tónleikar og veitingar fyrir nemendur. Stjórnendur þessara skóla og annarra sem hafa haft kjark og kraft til að hafna alfarið neikvæðri siðvenju sem ber í sér ofbeldi, niðurlægingu og skaða, eiga hrós, virðingu og þökk skilið. Þeir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið okkar. Aðrir hafa breytt til betri vegar en eiga enn eftir að stíga skrefið til fulls og leggja allt sem tengist busavígslum, böðum og busum af því að það er hvorki fyndið né flott að vera böðull eða busi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Þannig var það til dæmis þegar ungur drengur fór með föður sínum á sjóinn og komst þar að því að menn sem voru með þeim feðgum um borð töldu sjálfsagt og eðlilegt, já, bara fyndið og flott, að beita hann andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þarna í bátnum væri í lagi að kasta gildum fyrir borð og sýna þeim yngsta, nýliðanum, framkomu sem annars er dæmd algjörlega óásættanleg og þessir menn hefðu ekki sýnt í götunni heima. Sagan segir frá ýmiss konar sviðsmyndum þar sem fólk er beitt ofbeldi og niðurlægingu, af því að það er sett í ákveðin hlutverk eða ákveðnar aðstæður eru settar upp, oft í skjóli einhvers konar hefða eða ómenningar. Svo er þetta líka allt svo sniðugt og fyndið og á eftir eru allir vinir, ja, nema kannski Sigga sem lenti á slysó og Gunni sem fór víst heim í ofsakvíðakasti og þjáist enn af alvarlegri fælni æ, þau gleymdu sér aðeins og héldu honum of lengi. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að finna frásagnir af busavígslum sem hafa farið úr böndunum hér á landi á síðustu árum, ofbeldis-, viðbjóðs- og niðurlægingarmyndir á veraldarvefnum þar sem börnin okkar eru fórnarlömbin. Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni. Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð. Já, þetta hefur allt gerst síðustu ár á busatímabilum og í busavígslum hér á landi. Ofbeldi er bannað á Íslandi. Það er ólöglegt og siðlaust að leggja hendur á börn. Samt finnst enn mörgum sjálfsagt, fyndið og gaman að fullorðið fólk í efri bekkjum framhaldsskóla gangi fram í hlutverki böðla gegn 16 ára börnum sem eru nýliðar á nýjum vinnustað í skólanum sínum. Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðulægja aðra. Hvaða bull er þetta? Það jákvæða er að í samfélaginu okkar hefur stigið fram fólk sem hefur kjark og kraft til að stöðva neikvæða siði, hafna þeim og bjóða upp á jákvæða siði í staðinn. Við erum samfélagið, það er okkar að móta það á jákvæðan og ákjósanlega hátt á hverri einustu stundu, ekki að sitja þegjandi hjá þegar við vitum betur. Ekki að láta ferli sem hafa sannarlega valdið börnunum okkar sálrænum og líkamlegum skaða halda áfram af því að það er svo fyndið. Ekki að stökkva í varnarstöðu vegna fortíðar og hafna breytingum til batnaðar. Því betur hafa margir skólar leitast við að breyta busavígslum en það er einfaldlega ekki nóg að niðurlægja börn minna en áður. Það á einfaldlega ekki að sýna börnum annars flokks framkomu á neinn hátt, hvort sem þau eru nýnemar eða ekki. Það á aldrei að samþykkja veiðileyfi eins hóps á annan, neikvæð samskipti byggð á flokkun og merkingum, að einn hópur líti niður á annan, þvingi, hræði, sýni hroka eða ofbeldi. Því verðum við að hafna busavígslum og busadögum alfarið í samfélaginu okkar, það eru ótal aðrir valkostir til til að skapa tilbreytingu og viðburði. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er ekki busavígsla heldur nýnemahátíð og við setningu Framhaldsskóla Suðurlands nú í ágúst skýrði skólameistari frá því að ekki yrði busavígsla heldur tónleikar og veitingar fyrir nemendur. Stjórnendur þessara skóla og annarra sem hafa haft kjark og kraft til að hafna alfarið neikvæðri siðvenju sem ber í sér ofbeldi, niðurlægingu og skaða, eiga hrós, virðingu og þökk skilið. Þeir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið okkar. Aðrir hafa breytt til betri vegar en eiga enn eftir að stíga skrefið til fulls og leggja allt sem tengist busavígslum, böðum og busum af því að það er hvorki fyndið né flott að vera böðull eða busi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar