Þegar Hótel Ísland brann Guðfinna Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun