Huang Gnarr Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. júlí 2012 06:00 Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið. Og – eins og íslensku útrásarvíkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr skónum með fögrum framtíðarfyrirheitum. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust til að hætta að láta sig dreyma um Ísland sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir halda orrustuþotur), hundrað villur við hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir halda leiðtoga kínverskra kommúnista), risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á Gunnarsstöðum (sumir halda herskipahöfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakkanum og risahótel í Reykjavík (fyrir ennþá fleiri kínverska kommúnista). „And you ain’t seen nothing yet“, eins og komist var svo vel að orði þegar íslensku útrásarvíkingarnir voru um það bil að leggja undir sig heiminn. „You ain"t seen nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer um landann þegar þessi orð og atvik rifjast upp. Sjálfur voldugi kínverski drekinn sér mikilleik landans og landsins og hyggst hefja land og landsmenn upp í þann háa sess sem vér vitum oss ber en þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri hann brýtur oss braut. Kínverjar eru sagðir vera vitmenn miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru miklir vitringar. Ekki fer hins vegar eins mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefnilega miklu meiri húmor en Huang Nubo – þó hann sé að vísu ekki jafn stórtækur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki svona svakalega stórkarlalegan. Er svo miklu betri en Huang í að gnarrast í fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið. Og – eins og íslensku útrásarvíkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr skónum með fögrum framtíðarfyrirheitum. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust til að hætta að láta sig dreyma um Ísland sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir halda orrustuþotur), hundrað villur við hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir halda leiðtoga kínverskra kommúnista), risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á Gunnarsstöðum (sumir halda herskipahöfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakkanum og risahótel í Reykjavík (fyrir ennþá fleiri kínverska kommúnista). „And you ain’t seen nothing yet“, eins og komist var svo vel að orði þegar íslensku útrásarvíkingarnir voru um það bil að leggja undir sig heiminn. „You ain"t seen nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer um landann þegar þessi orð og atvik rifjast upp. Sjálfur voldugi kínverski drekinn sér mikilleik landans og landsins og hyggst hefja land og landsmenn upp í þann háa sess sem vér vitum oss ber en þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri hann brýtur oss braut. Kínverjar eru sagðir vera vitmenn miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru miklir vitringar. Ekki fer hins vegar eins mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefnilega miklu meiri húmor en Huang Nubo – þó hann sé að vísu ekki jafn stórtækur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki svona svakalega stórkarlalegan. Er svo miklu betri en Huang í að gnarrast í fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun