Um skipun og lausn ráðherra Ágúst Geir Ágústsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun