Ó ljúfa, erfiða sumar Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 12. júlí 2012 06:00 Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sumarfríið getur verið yndislegasti tími ársins. Það getur líka verið erfiður tími sem gengur nærri einstaklingum og fjölskyldum. Streita og uppsöfnuð þreyta, ásamt væntingum um allt það skemmtilega sem við viljum gera, geta breytt tíma sem á að vera uppbyggjandi í tíma átaka og vonbrigða. Sumarálagið getur birst á tvenns konar hátt, sem ytra og innra álag. Ytra álag tengist fjármálum og skipulagi. Sumarfrí kallar á útgjöld, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Það kostar sitt þegar fjölskyldan leggur land undir fót. Ferða-, dvalar- og matarkostnaður innanlands er fljótur að segja til sín, ekki síst þegar margir eru með í för. Sumarnámskeið barnanna geta líka kostað mikið. Svo getur skipulagið sjálft verið flókið. Ekki hafa allir val um hvenær sumarfrí er tekið og geta því ekki valið að eiga það með öðrum fjölskyldumeðlimum. Það getur verið sérlega flókið viðfangsefni fyrir samsettar fjölskyldur að skipuleggja og eiga gott frí saman því koma þarf til móts við væntingar og þarfir fleiri heimila. Innra álag tengist væntingum og kröfum til sumarfrísins. Við viljum vera með fjölskyldu og vinum og gera margt skemmtilegt. Við viljum líka hvílast og safna kröftum. Ólíkar væntingar til alls sem hugurinn stendur til geta leitt til árekstra. Einn vill vera heima og slaka á, annar vill vera duglegur að ferðast. Sumir eiga líka erfitt með að skilja vinnuna við sig og festast í tölvupósti og Facebook – á meðan makinn bíður og vonar að nú geri hjónin eitthvað saman. Til að sumarið verði sá nærandi og góði tími sem við þurfum og þráum, verða fjölskyldur að hlusta, koma til móts við, vera sveigjanlegar og sniðugar að sjá nýjar leiðir. Það er nefnilega vinna að vera í fríi. En sú vinna getur líka gefið margfalt af sér. Höfundar eru prestar.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar