Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun