Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun