Græðgi kostar Víðir Guðmundsson skrifar 28. júní 2012 06:00 Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00 Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn.
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun