Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar