Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Hannes Bjarnason skrifar 14. júní 2012 06:00 Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðanir Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl.
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar