Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin Ása Richardsdóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun