Kennslu þarf að undirbúa Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. maí 2012 06:00 Leikskóli er skilgreindur sem fyrsta skólastig barna. Þeir starfa samkvæmt námskrá þannig að litið er svo á að börn sæki menntun í leikskóla þótt ekki sé um skólaskyldu að ræða. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um leikskóla og þarf ekki að þýða að augunum sé lokað fyrir því hlutverki sem leikskólinn gegnir líka, að gæta barna meðan foreldrar þeirra stunda vinnu sína. Umræða um leikskóla hefur þó mikla tilhneigingu til að snúast um opnunartíma. Sumarlokun og starfsdagar eru þannig málefni sem oftar koma upp í umræðunni heldur en menntunin og uppeldið sem börnin hljóta í leikskólanum. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt skipulagsdaga á leikskólum. Bent hefur verið á að þessum dögum hefur fjölgað undanfarin ár og nú hafa samtökin reiknað út að kostnaður vegna þessarar fjölgunar starfsdaga nemi fjórum milljónum króna sem bitni bæði á atvinnulífinu og heimilum í landinu. Bent er á að kostnaður sveitarfélaga við að greiða starfsfólki leikskóla yfirvinnukaup fyrir að sinna samráði utan vinnutíma síns væri til muna minni. Sú gagnrýni á rétt á sér. Það er eðlilegt að ræða hvernig þessum hlutum er fyrirkomið og á hvern kostnaður fellur. Til dæmis hafa Samtök atvinnulífsins bent á að ef foreldri þarf að nota frídag vegna allra sex starfsdaga leikskólaársins þá sé farinn nærri þriðjungur af orlofsdögum þeirra sem minnstan eiga orlofsréttinn. Þá eiga sömu foreldrar eftir að fara í sumarleyfi með börnum sínum. Samtök atvinnulífsins falla hins vegar því miður í þá gryfju að draga í efa að starfsdagarnir séu nauðsynlegir. Í frétt sem birtist á vefsíðu samtakanna fyrir rúmri viku segir til dæmis: „Eðlilega er spurt hver sé ávinningur með þessum starfsdögum og hvernig til hafi tekist varðandi umönnun barnanna áður en skipulagsdagar voru teknir upp." Þetta er tilbrigði við klassískt stef þegar rök gegn breytingum þrýtur, að segja að þetta hafi nú bara verið gott og þess vegna þurfi engu að breyta. Þarna endurspeglast líka mikið virðingarleysi við það starf sem fram fer í leikskólum. Staðreyndin er hins vegar sú að auk þess sem leikskólinn hefur verið formlega skilgreindur sem skólastig þá aukast stöðugt kröfur foreldra til þess starfs sem þar fer fram. Leikskólakennarar eru vissulega með skilgreindan undirbúningstíma í sínum samningi en sá tími nemur um tíu prósentum af vinnutíma þeirra. Aðrir starfsmenn hafa enn minni eða engan skilgreindan undirbúningstíma. Samt eru gerðar kröfur um að unnið sé skipulegt og faglegt starf eftir námskrá í leikskólum, auk þess að sinna líkamlegum og tilfinningalegum þörfum barnanna. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla á auðvitað, eins og annað vinnandi fólk, að geta sinnt þessum undirbúningi innan skilgreinds vinnutíma síns. Hitt er annað mál, og undir það má taka með Samtökum atvinnulífsins, að meiri metnaður væri í því hjá sveitarfélögum að hafa mönnun leikskólanna með þeim hætti að slíkur undirbúningur og samráð gæti farið fram án þess að börnin þyrftu að vera heima á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Leikskóli er skilgreindur sem fyrsta skólastig barna. Þeir starfa samkvæmt námskrá þannig að litið er svo á að börn sæki menntun í leikskóla þótt ekki sé um skólaskyldu að ræða. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um leikskóla og þarf ekki að þýða að augunum sé lokað fyrir því hlutverki sem leikskólinn gegnir líka, að gæta barna meðan foreldrar þeirra stunda vinnu sína. Umræða um leikskóla hefur þó mikla tilhneigingu til að snúast um opnunartíma. Sumarlokun og starfsdagar eru þannig málefni sem oftar koma upp í umræðunni heldur en menntunin og uppeldið sem börnin hljóta í leikskólanum. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt skipulagsdaga á leikskólum. Bent hefur verið á að þessum dögum hefur fjölgað undanfarin ár og nú hafa samtökin reiknað út að kostnaður vegna þessarar fjölgunar starfsdaga nemi fjórum milljónum króna sem bitni bæði á atvinnulífinu og heimilum í landinu. Bent er á að kostnaður sveitarfélaga við að greiða starfsfólki leikskóla yfirvinnukaup fyrir að sinna samráði utan vinnutíma síns væri til muna minni. Sú gagnrýni á rétt á sér. Það er eðlilegt að ræða hvernig þessum hlutum er fyrirkomið og á hvern kostnaður fellur. Til dæmis hafa Samtök atvinnulífsins bent á að ef foreldri þarf að nota frídag vegna allra sex starfsdaga leikskólaársins þá sé farinn nærri þriðjungur af orlofsdögum þeirra sem minnstan eiga orlofsréttinn. Þá eiga sömu foreldrar eftir að fara í sumarleyfi með börnum sínum. Samtök atvinnulífsins falla hins vegar því miður í þá gryfju að draga í efa að starfsdagarnir séu nauðsynlegir. Í frétt sem birtist á vefsíðu samtakanna fyrir rúmri viku segir til dæmis: „Eðlilega er spurt hver sé ávinningur með þessum starfsdögum og hvernig til hafi tekist varðandi umönnun barnanna áður en skipulagsdagar voru teknir upp." Þetta er tilbrigði við klassískt stef þegar rök gegn breytingum þrýtur, að segja að þetta hafi nú bara verið gott og þess vegna þurfi engu að breyta. Þarna endurspeglast líka mikið virðingarleysi við það starf sem fram fer í leikskólum. Staðreyndin er hins vegar sú að auk þess sem leikskólinn hefur verið formlega skilgreindur sem skólastig þá aukast stöðugt kröfur foreldra til þess starfs sem þar fer fram. Leikskólakennarar eru vissulega með skilgreindan undirbúningstíma í sínum samningi en sá tími nemur um tíu prósentum af vinnutíma þeirra. Aðrir starfsmenn hafa enn minni eða engan skilgreindan undirbúningstíma. Samt eru gerðar kröfur um að unnið sé skipulegt og faglegt starf eftir námskrá í leikskólum, auk þess að sinna líkamlegum og tilfinningalegum þörfum barnanna. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla á auðvitað, eins og annað vinnandi fólk, að geta sinnt þessum undirbúningi innan skilgreinds vinnutíma síns. Hitt er annað mál, og undir það má taka með Samtökum atvinnulífsins, að meiri metnaður væri í því hjá sveitarfélögum að hafa mönnun leikskólanna með þeim hætti að slíkur undirbúningur og samráð gæti farið fram án þess að börnin þyrftu að vera heima á meðan.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun