Viðbrögð við verðbólgu Jón Steinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðanir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun