Dreymir sætindi vikurnar fyrir mót 12. apríl 2012 10:00 fréttablaðið/valli Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Sviðsframkoma og útgeislun skipta höfuðmáli í módelfitness en vinsældir greinarinnar fara vaxandi meðal stúlkna hér á landi. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er Íslandsmeistari í módelfitness í sínum flokki en hún byrjaði að æfa fyrir fjórum árum. Heilsa „Á fyrsta mótinu mínu komst ég á verðlaunapall, svo það má segja að ég hafi orðið háð sigurvímunni,“ segir Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, Íslandsmeistari í módelfitness í flokki kvenna yfir 171 cm á hæð. Íslandsmeistaramótið í módelfitness var haldið í síðustu viku. Vinsældir greinarinnar hafa aukist hér á landi og í fyrsta skipti þurfti að skipta stúlkunum upp í fimm flokka. Daginn eftir sigurinn hélt Aðalheiður út til Danmerkur þar sem hún keppti í alþjóðlegu keppninni Loaded Cup, þar sem hún fór einnig með sigur af hólmi. Til marks um mikinn áhuga Íslendinga á greininni þá kepptu um 80 stúlkur í Íslandsmeistaramótinu, en aðeins níu voru skráðar til leiks í Danmörku. „Ég er enn þá að ná mér niður eftir helgina sem var frábær í alla staði og hvatning fyrir mig að halda áfram,“ segir Aðalheiður. „Það eru mjög margar stelpur komnar í þetta en mér finnst mikilvægt að muna að það þýðir ekki að fara í megrun í þrjá mánuði og taka svo þátt. Þetta krefst aga, skipulags og rétts mataræðis.“ Aðalheiður er snyrtifræðingur að mennt og starfar sem móttökustjóri í Laugum Spa. Hún hefur verið í íþróttum síðan hún man eftir sér. „Ég var í frjálsum, ballett og jassballett þegar ég var yngri en byrjaði í ræktinni á unglingsárunum. Svo kynntist ég módelfitness og hugsaði strax að það gæti verið eitthvað fyrir mig.“ Hver er helsti munurinn á módelfitness og vaxtarrækt? „Módelfitness snýst meira um sviðsframkomu og útgeislun. Það er meira frelsi í módelfitness en í vaxtarrækt.“ Aðalheiður segir módelfitness vera dýrt sport en bikiníið sem stúlkurnar klæðast á sviðinu er dýrast. „Þetta er samt ekkert mikið dýrara en til dæmis golf. Ég er svo heppin að ég er með styrktaraðila og fæ því fæðubótarefni og brúnkukrem. Svo verður maður að láta sérsauma á sig bikiní sem getur kostað allt að 50 til 80 þúsund krónur stykkið, en það getur skipt sköpum í keppninni að bikiníið sé sniðið rétt,“ segir Aðalheiður og viðurkennir að það hafi fyrst verið erfitt að ganga fram á sviðið í bikiníi og á háum hælum. „Það skiptir máli að fara á pósunámskeið og æfa sig að ganga og stilla sér upp í bikiníi. Þá kemur maður í veg fyrir sviðsskrekk á sjálfu mótinu.“ Eins og gefur að skilja skiptir mataræðið vikurnar fyrir mót miklu máli. „Ég byrjaði að undirbúa mig í byrjun desember eða um tólf vikum fyrir fyrsta mót. Þá reyni ég að sneiða hjá óhollu kolvetni, eins og í kökum og brauði en þetta krefst gríðarlegs sjálfsaga. Oftast er þetta allt í hausnum, mann dreymir kökur rétt fyrir mót en langar svo ekkert í sætindi að því loknu.“alfrun@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira