Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar 10. apríl 2012 03:00 Rannsóknir á ískjörnum, setlögum og öðrum gögnum um veðurfar og andrúmsloft fyrir þúsundum ára þykja gefa gleggri mynd en fyrri rannsóknir af endalokum síðustu ísaldar.nordicphotos/AFP Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði vísindaritsins Nature. Vísindamenn byggðu á upplýsingum víða að úr heiminum, meðal annars úr ískjörnum sem boraðir hafa verið úr Grænlandsjökli og Suðurskautslandinu. Niðurstöðurnar gætu kollvarpað eldri kenningum um að aukning koltvísýrings hafi komið í kjölfar hlýnunar í lok ísaldarinnar, en ekki valdið hlýnuninni. Þær niðurstöður byggðu eingöngu á rannsóknum á ískjörnum frá Suðurskautslandinu. Í lok síðustu ísaldar jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu úr 180 milljónustu hlutum í 260. Í dag er hlutfallið komið í 392 hluta af milljón. „Á síðustu 100 árum hefur hlutfallið hækkað um um það bil 100 hluta af milljón, sem er sambærilegt við aukninguna fyrir lok ísaldarinnar,“ segir Jeremy Shakun, sem fór fyrir hópi vísindamanna sem vann að rannsókninni, í samtali við fréttavef BBC. „Í þessu samhengi má sjá að þetta er ekki lítil aukning. Og þessi verulega hækkun á hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu við lok ísaldarinnar hafði gríðarleg áhrif á jörðina,“ segir Shakun. Vísindamennirnir rannsökuðu tímabilið frá um það bil 20 þúsund árum þar til fyrir um það bil 10 þúsund árum. Við upphaf þess tímabils var stór hluti norðurhvels jarðar grafinn undir ís. Shakun segir mikilvægustu niðurstöðuna þá að aukning á koltvísýringi í andrúmsloftinu hafi komið á undan hlýnun andrúmsloftsins, en ekki fylgt í kjölfarið eins og áður hafi verið talið, samkvæmt frétt BBC. Þeir sem draga í efa kenningar um gróðurhúsaáhrifin hafa gjarnan vitnað til eldri rannsókna, sem bentu til þess að koltvísýringurinn hefði aukist í kjölfar hækkandi hitastigs. Þær niðurstöður hafa verið notaðar sem rök fyrir því að þeir sem aðhyllast kenningar um gróðurhúsáhrifin ofmeti áhrif af hækkandi hlutfalli koltvísýrings í andrúmsloftinu. brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent