Fínt popp úr verksmiðjunni Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 14:00 Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu. Lífið Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. Born to Die. Lana Del Rey. Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Eftir eina stóra plötu sem vakti litla athygli árið 2010 gerði hún samning við Universal-plöturisann sem setti nokkra af sínum hæfustu mönnum í að búa til stjörnu úr henni. Born to Die er útkoman. Ofurunnar poppplötur úr verksmiðjum plöturisanna eru stundum mjög óspennandi, en hér hefur tekist vel til. Það er flottur hljómur á plötunni, svolítið dimmur og dramatískur og hæfir djúpri röddinni vel. Söngrödd Lönu hefur stundum verið líkt við Nancy Sinatra, sem er ekki vitlaus samlíking. Það eru nokkur frábær lög á Born to Die: Titillagið, Video Games, National Anthem og Blue Jeans eru best. Platan missir aðeins flugið í síðustu lögunum, sem dregur hana niður um eina stjörnu. Á heildina litið er þetta samt ágæt poppplata. Niðurstaða: Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu.
Lífið Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira