Rík af andrúmslofti og tilfinningu Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 20:00 Hamlette HOK. Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna. Lífið Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna.
Lífið Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira